Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 11
ÍÐUNNI Um persóuulegar tryggingar. 249 ungir menn, sem nokkuð hugsa um framtíð sina, óski margfalt lieldur, að geta verið sjálfstæðir, lifað á efnum sínum til dauðadags, heldur en verða í ell- inni framfæringar barna sinna. Og það er ekki að eins skemtilegra, það er líka réttlátara og siðlegra. Með þessu er ég engan veginn að neita þeirri sið- ferðisskyldu, sem uppkomin börn hafa til að hjálpa og hjúkra gömlum og oft örvasa foreldrum, en slík siðferðisskylda afsakar mannfélagið ekki frá að búa svo um hnútana, að þessi hjálp verði óþörf að því er til fjárframlags kemur. Enn er þess að gæta, að enginn á það víst að geta notið slíkra hjálpar, óvíst að börnin lifi, þótt þau séu til, og óvíst að þau séu aflögufær, þó þau liíi: Það er í sjálfu sér ekki nema ein eðlileg og réttmæt ómegð til, barnanna, þangað til þau fara að geta unnið fyrir sér sjálf. En mjög er ég hræddur um, að þegar litið er til gamalmenna þessa lands, þá sé það ekki nema minni hlutinn, jafnvel lítill minni kluli, sem er sjálf- bjarga, þ. e. a. s. þiggi hvorki framfærslu af sveit eða einstökum mönnum, skyldum eða vandabundn- um. Og eigi svo að vera framvegis, þarf ekki að lýsa því, hvílík lömun þessu fylgir fyrir efnahag borgaranna. Og slíkri lömun verður að vaxa frá. Það verður að vænta þess af hverri nýrri kynslóð, að hún vilji ná lengra en sú gamla, og mér virðist ekki til ofmikils ællast af ungum manni, þótt gert sé ráð fyrir að hann vilji verða frjáls maður alt til dauðadags og geta séð fyrir sér sjálfur, hvað gamall sem hann verður. En að koma slíku fyrir, það er ekki annað en viðurkenna nauðsynina á ellitrygg- ingum og koma þeim á fót, önnur leið er óliugsandi. Sein þann ellistyrk sem hverjum manni sé nauðsyn á að tryggja sér, nefni ég 600 lcr. á ári frá. 65 ára aldri, eða ef það er fremur kosið, ókeypis vist á gamalmennahæli. Um gamalmennahælin er það að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.