Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 8
98
ísland fullvalda ríki“.
IÐUNN
land og kaupskap, annara en Norðmanna, munu ekki
fara sögur fyr en um 1400. Á lýðveldislímanum hafa
landsmenn því mátt vera kvíðalausir fyrir ásælni annara
ríkja — með einni undantekningu. Drottnunargirni Nor-
egskonunga vofði yfir frelsi þeirra, og þó að hún léti
ekki oft á sér bera, svo að í frásögur sé fært, þá kom
það fyrir nógu oft til þess að landsmenn mættu hafa
andvara á sér. Það er kunnugt að Olafur konungur
Haraldsson hafði nokkra viðleitni á að fá íslendinga til
að játast undir skattskyldu við sig og hafði í hótunum
við þá að öðrum kosti. Og það er víst engin ástæða til
að ætla að hann eða eftirmenn hans hefðu látið lenda
við orðin tóm, ef þeir hefðu ekki séð fram á að hart
myndi verða látið mæta hörðu. íslenzka þjóðin var af
því bergi brotin að hún var herská; landsmenn kunnu
til þess vopnaburðar og höfðu þau vopn, sem þá tíðkuð-
ust meðal þjóðanna, og hver fulltíða karlmaður átti og
bar vopn og verjur; svo að ekki þurfti að fara að her-
væðast þá fyrst er hættan stóð fyrir dyrum. Landið var
þannig herveldi og þjóðin þjóð undir vopnum, bókstaf-
lega. Höfðingjarnir voru sjálfkjörnir foringjar sinna þing-
manna, og er ekki ástæða til að ætla annað en að þeir
hefðu komið sér saman um höfuðforustuna, meðan ekki
var farið að óvingast verulega með þeim innbyrðis. Enda
var sú meðvitund höfðingjanna, að þeirra eigin herra-
dæmi væru í veði, ef heildinni væri hætta búin, hin
önnur styrkasta stoð ríkisins. Hagur ríkisins var hagur
höfðingjanna.
En til þess kom aldrei að Islendingar beittu herafla
sínum til varnar sér. Noregskonungar biðu þess, sern
suma þeirra hefir vafalaust grunað að koma myndi, að
landsmenn yrðu sundurþykkir og eyddu orku sinni í
innanlandsófriði, og þegar það varð, fengu þeir vilja sinn