Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 8
98 ísland fullvalda ríki“. IÐUNN land og kaupskap, annara en Norðmanna, munu ekki fara sögur fyr en um 1400. Á lýðveldislímanum hafa landsmenn því mátt vera kvíðalausir fyrir ásælni annara ríkja — með einni undantekningu. Drottnunargirni Nor- egskonunga vofði yfir frelsi þeirra, og þó að hún léti ekki oft á sér bera, svo að í frásögur sé fært, þá kom það fyrir nógu oft til þess að landsmenn mættu hafa andvara á sér. Það er kunnugt að Olafur konungur Haraldsson hafði nokkra viðleitni á að fá íslendinga til að játast undir skattskyldu við sig og hafði í hótunum við þá að öðrum kosti. Og það er víst engin ástæða til að ætla að hann eða eftirmenn hans hefðu látið lenda við orðin tóm, ef þeir hefðu ekki séð fram á að hart myndi verða látið mæta hörðu. íslenzka þjóðin var af því bergi brotin að hún var herská; landsmenn kunnu til þess vopnaburðar og höfðu þau vopn, sem þá tíðkuð- ust meðal þjóðanna, og hver fulltíða karlmaður átti og bar vopn og verjur; svo að ekki þurfti að fara að her- væðast þá fyrst er hættan stóð fyrir dyrum. Landið var þannig herveldi og þjóðin þjóð undir vopnum, bókstaf- lega. Höfðingjarnir voru sjálfkjörnir foringjar sinna þing- manna, og er ekki ástæða til að ætla annað en að þeir hefðu komið sér saman um höfuðforustuna, meðan ekki var farið að óvingast verulega með þeim innbyrðis. Enda var sú meðvitund höfðingjanna, að þeirra eigin herra- dæmi væru í veði, ef heildinni væri hætta búin, hin önnur styrkasta stoð ríkisins. Hagur ríkisins var hagur höfðingjanna. En til þess kom aldrei að Islendingar beittu herafla sínum til varnar sér. Noregskonungar biðu þess, sern suma þeirra hefir vafalaust grunað að koma myndi, að landsmenn yrðu sundurþykkir og eyddu orku sinni í innanlandsófriði, og þegar það varð, fengu þeir vilja sinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.