Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 10
100
ísland fullvalda ríki".
IÐUNN
láta engan skapaðan hlut fylgja nafngiftinni né geta
látið fylgja, sem myndi gera hana að meiru en nafninu
einu. Og allt um það endurómar þetta orð þeirra frá
íslenzkum vörum í þessari mynd: Sjá, nú er Island full-
valda ríki. Þó að framfarir þær, sem hér hafa orðið á
síðastliðinni hálfri öld, stingi mjög í stúf við margra
undanfarinna alda kyrrstöðu og athafnaleysi, þá er þó
enginn galdur að skilja, hvernig í þeim liggur, og þó
að sumir menn vilji líkja þeim við æfintýri, þá er þó
víst, að þær hafa ekki gert sig sjálfar. En hinu svipar
til sagnanna í »Þúsund og einni nótt«, að því skuli nú
vera trúað, að Danir geti með einu orði gert að sjálf-
stæðu ríki land, sem ekkert skilyrði hefir til þess að
vera það, eftir því sem almennt er kennt og álitið. Því
að sjálfir geta Islendingar ekki hjálpað nafninu um eitt
sannleikskorn. Það verður engu sannara fyrir það, þó
að þeir greiði nú 60 þús. kr. árlega í beinan nafnbótar-
skatt og í óbeinan vaxandi fúlgur. Öllu því, sem ætti
að gera ríkisheitið meira en heiti eitt, hafa þeir glatað.
Sjálfsvarnargetuna gegn tilbekkingum útlends valds hafa
þeir misst fyrir mörgum öldum og geta ekki eignazt
aftur, svo sem sýnt hefur verið fram á. Og hér á ofan
bætist, að það, sem öðru fremur veitti lýðveldinu forna
á blómaöld þess styrk og festu inn á við og út á við,
er fyrir löngu farið forgörðum, svo sem enn mun sýnt
verða, og engar horfur á að hér geti skapazt neitt, er
bætt fái það upp, enda engin viðleitni á því höfð. Og
hvern skyldi undra, þó að viðleitni á því bresti, þegar
þjóðfélagið sýnir algert viljaleysi og viðburðaleysi á að
verka af sér gamla og grómtekna svívirðingu, sem lengi
hefur verið alkunn, en þó aldrei eins berlega og nú,
er hún er lögð fram fyrir allra sjónir með eigin játn-
ingu þeirra, sem mesta sök eiga á henni.