Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 11
iðunn ísland fullvalda ríki“. 101 Miklu nær en að vera að sækjast eftir ríkistitlinum hjá Dönum eða þiggja hann af þeim hefði verið að tala eitthvað á þessa leið: Víst eru íslendingar slyppir og geta enga hernaðarlega björg sjer veitt. En hvað eru þeir bættari í því efni með sambandi við Dani, sem ekki gætu varið sitt eigið land, ef í hart færi, hvað þá þetta afskekkta og þeim fjarlæga land? Þess vegna er einsætt að segja skilið við þá sem fyrst og láta ekki aðra vera að halda að við séum að neinu leyti upp á þá komnir. Við erum hvorki ver né betur farnir fyrir það. Eitthvað þessu líkt mun hafa sézt á prenti hér á árunum. Og víst er það hverju orði sannara, að vegna smæðar dönsku þjóðarinnar, legu lands hennar og eðlis- hátta þess og sökum þess hve hröðum breytingum allur herskapur og hernaðartæki taka nú á tímum, svo að smærri þjóðunum verður meira og meira ókleift að fylgjast þar með, þá myndu Danir ekki hjálparlaust fá varizt til lengdar neinum þeim, sem hugsanlegt er að þeir kunni að lenda í ófriði við. Og enn síður gætu þeir orðið íslendingum að liði, ef á þá væri ráðið. En þá tekur við sú spurning, hvað það myndi kosta Islend- inga að vera sér úti um hervernd, sem duga skyldi. Okeypis fengist sú vernd ekki, og hjá þeim einum yrði hennar að leita, að hætt er við að í slíku bandalagi færi eitthvað svipað fyrir íslendingum og fór fyrir dvergn- um, sem gaf sig í æfintýri með risanum. Það er bert að svo viðkvæm tilfinning sem íslenzk sjálfstæðistilfinning virðist vera nú á dögum og hafa verið tvo síðustu áratugina, myndi ekki með neinu mótt fá afborið það að landið færi að standa undir vernd herveldis, enda yrði viss afleiðing af því sú, að vernd- aranum yrði á einn eða annan hátt fórnað því sjálf- stæði, sem vernda skyldi. Hugsunin um að útvega land-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.