Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 12
102 ísland fullvalda ríl<i“. IÐUNN inu slíka vemd mun því vera einsætt að gefa frá sér. Og landsmenn munu ekki taka það nærri sér, ef margir þeirra skyldu hugsa líkt og einhverjir þeirra hafa haldið fram, ef ég man rétt, að því smærri og umkomulausari sem þjóð sé, því óhættara sé henni við utan að kom- andi árásum, af því að enginn muni þykjast geta lagt sig niður við að beita varnarlausa þjóð ofbeldi. Þessi kenning er svo löguð, að henni mun vera beztur greiði gerður með því að fela hana þögninni. En það ætti að minnsta kosti að vera öllum ljóst, að íslendingum getur staðið hætta af fleiru en því, að erlent ofurvald fari að þeim með illu. Þeir ættu að hugleiða, hvernig þeir glötuðu sjálfstæði sínu til forna. Þeir misstu það ekki í stríði, en — þeir sömdu það af sér. Einstakir íslendingar höfðu undirbúið svo jarðveginn bæði hér á landi og erlendis, að þegar kom til kasta landslýðsins, þá var honum sá einn kostur eftir skilinn að segja já og amen við því sem heita mátti klappað og klárt. En reyndar var það ekki svo sem væri honum boðið upp á neina afarkosti. Samningurinn, sem íslendingar gerðu við Nor- egskonung, var að vitni sumra nútíðarmanna svo góður, að þeir hafa byggt á honum kröfur um óskorað sjálf- stæði fil handa íslenzku þjóðinni; og útlendur rithöf- undur hefir nefnt Gamla Sáttmála magna charta eða frelsisskrá íslands. Það var ekki nema eitt að samn- ingnum: það, að annar samningsaðilinn var máttugri en hinn. En fyrir það sama varð reyndar í útideyfu fyrir honum í 600 ár að halda samninginn. Svo löng og dýr reynsla er þetta, að íslendingar ættu ekki að vera að gera sér leik að því að stofna til samninga við önnur ríki, og það óvíst hver, um sjálfstæði sitt og afstöðu sína til umheimsins. En slíkur leikur er leikinn með uppsagnarákvæðinu í sambandsiögunum frá 1918. Látum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.