Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 13
■JÐUNN ísland fullvalda ríki“. 103 svo vera, að þegið hefði verið að landið fengi að heita ríki, þótt ekki geti það verið það nema að nafninu til. Látum svo vera, að ríkisheitinu hefði verið látin fylgja nánari táknun til að sýna að enginn væri yfir þessu ríki, svo langt sem valdsvið þess nær, og er þó nýyrðið >fullvalda« fremur óheppilegt lýsingarorð um þjóð, sem er svo máttlaus út á við sem allir hafa vitað og engum kemur á óvart, en hefur nú einnig reynzt svo vanmegna, viljalaus og þorlaus inn á við, að hér er ekki lagt upp að átelja, heldur að eins að baktala herfilegustu og skaðlegustu ósvinnur, sem gerast fyrir allra augum. Með þessu spori, stofnun hins fullvalda ríkis, var nú að vísu farið lengra en hóflegt var og hollt að yfirsýn hinna beztu manna. Og hinir beztu menn í þessu efni eru íslenzkir menn, sem hafa fundið hjá sér köllun til að gerast leiðbeinendur og ráðgjafar landsmanna í slíku máli og hvorki valdakepni, eigingirni né flokksfylgi hefur afvegaleitt til að tala þvert um hug sinn meðan þeir voru að gefa ráðin. Svo sem oft hefur verið tekið fram, voru það einhuga tillögur þessara manna fram til árs- ins 1907, að ekki skyldi farið lengra í réttarkröfunum en það, að landsmönnum væri tryggt einræði yfir innan- landsmálum sínum. Þegar nú ekki einungis það var fengið, heldur og ríkisheitið í ofanálag, þá var kominn tími til að nema staðar og varast að gera neitt það, er tefldi í tvísýnu því sem fengið var. En með því að áskilja sér rétt til að segja upp samningi, sem veifti svo mikið, og það að skömmum tíma liðnum, er bæði sköpuð hætta á, að það verði gert, og fyrirgert vissunni um það við hvern muni verða að skifta um það er samningum lýkur. Því verði samningnum sagt upp og sambandinu við Dani slitið, þá verður óhjákvæmileg af- leiðing af því sú að bundizt verður, fyr heldur en síðar,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.