Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Qupperneq 17
IÐUNN
ísland fullvalda ríl<i“.
107
ors Lárussonar um Nýja Sáttmála, prentaður í Vöku I. 1.
Hér á í hlut maður, sem bæði sökum þekkingar sinnar
og þess, að hann fer vitanlega ekki með annað en það
sem hann heldur vera satt og rétt, á það skilið að ekki
sé gengið þegjandi fram hjá dómi hans. En um leið og
ég tek þetta fram, vænti ég þess að mér verði virt til
vorkunnar þó að ég hafi ekki getað fengið af mér að
vera að eltast við dóma og ummæli manna, sem sjáan-
lega geta ekki verið og sennilega mega ekki vera óljúg-
andi, ef þeir eiga ekki að verða að nátttröllum í fram-
sókn »þessarar þjóðar« til meiri og meiri fullkomnunar.
Ó. L. veitir mér með allmörgum fögrum orðum við-
urkenningu fyrir það að ég réðst í að tala bert um ým-
islegt, sem, að hans sögn, var að vísu flest almenningi
áður kunnugt og almenningur hafði hneykslazt á og
dæmt harðlega. Það er að segja, dæmt í hugskoti sínu
og í sinn hóp, en í óyggjandi fjarlægð frá þeim sem
hneykslunum hafa valdið og ámælunum sætt. Prófessorn-
um þykir mikils um vert að menn hneykslist og dæmi
hart og sýni þannig að samvizka þeirra sé vakandi. En
það er engin hætta á því, að mennirnir breytist nokk-
urntíma svo, hvorki til góðs né ills, að samvizkur þeirra
verði ekki jafnan sárt bitnar af ávirðingum annara. En
því meira sem er um slíkt samvizkubit í landi og því
minna sem gert er til að láta það bera ávöxt, þótt ekki
sé í öðru en opinberlega yfirlýstri vanþóknun á ávirð-
ingunum, því ískyggilegra er ástandið. Þá fyrst má segja
að eitthvað fari að rofa til, þegar farið er að kveða upp
úr með vanþóknunina. Prófessorinn er að vona að rit
mitt muni eiga sinn þátt í breytingu til batnaðar í því
efni. Ég finn mér skylt að viðurkenna að hann hefur
ekki látið standa á tilstyrk sínum til þess að það megi
verða. Það ætti að þykja ekki lítilsvert að maður í hans