Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 21
IÐUNN ísland fullvalda ríki“. 111 öðru eins atferli fulltrúa hennar og embættismanna, sem því er ég lýsti í Nýja Sáttmála og hann segir að al- menninqur hafi, áður en ég tók til máls, hneykslazt á og fyrirdæmt. Og þó viðurkennir hann sjálfur að full- veldinu kunni að stafa hætta af breytni landsmanna. Hann segir: svo er« (að þessi prúðmannlega bar- átta, sem hann er að tala um, sé roði af nýjum degi), »/>á er það víst að allar hrakspár um fullveldi vort springa*. Með öðrum orðum: Ef prúðmenskuroðinn skyldi reynast að vera ekki annað en austantóra, þá er ekki að vita nema hrakspárnar kunni að rætast. Svo veikt er þá á hinn bóginn þetta fullveldi, að hnútukast og ónot í umræðum mála og miður drengileg bardaga- aðferð kann að verða því hættuleg. En það er ekki heldur alt fengið með prúðmennskunni. Aldrei eru þjóð- fulltrúarnir jafn ógeðslegir og skaðvænir sem þá, er samábyrgðarlognið leggst yfir gerðir þeirra. Skyldi það ekki vera prúðmannleg og drengileg barátta, og það á íslenzkri hvalfjöru, hvernig tveir þingflokkar, sem aldrei þykjast mega sitja á sátts höfði, fóru að skifta með sér síðasta rekanum, bankaráði landsbankans? Ekkert ónota- orð heyrðist og öllu skift hnífjafnt. En sé málið skoðað frá öðru sjónarmiði en sjónarmiði prúðmennskunnar, þá skil ég ekki hvernig O. L. á að geta verið mér ósam- dóma um að eitt af því sem getur farið með fullveldið þegar minnst varir, er peningagræðgin í þingmönnum. Ég verð að segja það, að mér þykir ekkert að því að fá tækifæri til að kryfja til mergjar samanburð þann á tveimur íslenzkum kynslóðum, sem O. L. gerir, og það því fremur sem ráða er af orðum hans, að sá dómur sé tekinn upp í trúarjátning samtíðarinnar. Það mættti nú merkilegt heita, ef milli svo náinna kynslóða skyldi í sannleika vera staðfest það djúp sem hann vill vera

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.