Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 23
IÐUNN ísland fullvalda rfki“. 113 Hinn nýi siður ber þess glögg merki að hann hefur verið lögfekinn á alþingi. Allur blótskapur bannaður »fyrir fullt og fast«. En skyldi nú ekki samt sem áður einhverjir af hinum upprennandi menntamönnum vilja ráðast í að blóta svo mikið á laun, að þeir fari að k\>nna sér stjórnarmálið frá upphafi til enda (eða þó sérstaklega sambandsmálið)? Hamingjan veit, að það er enginn skemmtilestur, sízt fyrir nútíðarmenn, sem ekki vita annað en að hin alfullkomna trú sé fengin og allur forn átrúnaður aflagður. En sá tími kemur að Islend- ingar fara að rifja upp fyrir sér þessi fornu fræði, og þá kunna þeir að sjá það of seint að það var ekki hugsun þeirra jóns Sigurðssonar og Benedikts Sveins- sonar, að tjalda til einnar nætur, þegar þeir létu á sérskilja, þá sjaldan er þeim gafst tilefni til þess, að hollast væri fyrir Islendinga að halda í lengstu lög í sambandið við Dani. Þó að ég sé heldur að vona, að áhöld fari að þykja verða um það hvor hinna umtöluðu kynslóðu sé verri (hærra skyldu þær hvorug hugsa), þykir mér þó vissara að minna menn á þann sögulega sannleika, sem nokkru skiftir í þessu efni, að í meira en tvær aldir lutu Is- lendingar einvaldskonungi. Um einvaldsstjórn á það heima, fremur en um nokkra aðra stjórn, að þegnarnir vita, að einvaldsherrann getur bætt úr þegnlegum þörf- um þeirra, svo mikið sem í mannlegu valdi stendur, ef hann brestur ekki vilja til þess. Því að svari einveldið til nafns síns, þá er einvaldsherrann innan takmarka síns valdsviðs óháður öllum öðrum jarðneskum vilja en sín- um eigin vilja. Endingarbezta máttarstoð einveldisins er því trú þegnanna á góðan vilja einvaldans. Þegar Is- lendingar höfðu gefið sig undir einveldið, var engin leið fyrir þá að losna undan því aftur, fyr en þá að aðrir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.