Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 25
IÐUNN ísland fullvalda ríki“. 115 um, enda munu slík erindi oftast nær hafa verið, beint eða óbeint, kærur yfir atferli danskra manna. Ekki væri það nema eðlilegt þó að svo afskekkt þjóð sem íslend- ingar voru á þeim tímum og svo þröngan hag sem hún lifði við, hefði vanizt á að líta upp til útlendinga sem væru þeir æðri verur; en sízt hefði sú mannadýrkun átt að koma niður á Dönum, svo óvinsælt erindi sem allur þorri danskra manna átti þá hingað, meðan þeir höfðu svo að segja töglin og hagldirnar í öllum viðskiftum og vörnuðu öðrum þjóðum að skifta við landsmenn. En í einu tilliti brást mönnum ekki trúin á því sem danskt var: á hæstarétti Dana, og er það gott til samanburðar við trúna á sumum hliðum réttarfarsins í hinu sjálfstæða íslenzka konungsríki. En hvernig sem þetta allt saman hefur verið eða verið ekki fyr á tímum, þá var óneitanlega farið að rofa til þegar ég man fyrst eftir, á árunum milli 1860 og 1870. Alþingi var endurreist og tekið til starfa fyrir hálfum mannsaldri, verzlunarfrelsið fengið og Ný Félags- rit árlegur gestur landsmanna og höfðu lengi verið. Jónas Hallgrímsson hafði fyrir löngu kveðið þessa spá: »Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna. Skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið«. — Það fer ekki hjá því að til hafi þá verið unglingar sem hlýddu honum og trúðu því sem hann sagði bæði um mennina og skógana. Mér var það að vísu mjög snemma ljóst að Danir voru miklu meiri fyrir sér en Islendingar, en jafn snemma vissi ég að til voru þjóðir sem voru miklu meiri fyrir sér en Danir og að þær hikuðu ekki við, ef svo bauð við að horfa, að troða bæði Dönum og Islendingum um tær. Eg var á 8. ári þegar Þjóðverjar tóku her- togadæmin frá Dönum og heyrði mikið um þau tíðindi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.