Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 30
120
Island fullvalda ríki
IÐUNN
eður annara sambandsþjóða með. Allur heimur væri nú
svo siðaður, að enginn mundi ráðast á vopnlausa þjóð;
það fengist aldrei full viðurkenning á því, að vér erum
sérstakt þjóðfélag, ef vér hefðum samband við aðra þjóð
um annað en konung* osfrv. Með öðrum orðum: til-
lögur fundarins, eru byggðar á þeirri trú, að allar þjóðir,
aðrar en Danir og íslendingar, sé orðnar annaðhvort
að englum eða að sauðum. En, þó að undarlegt megi
virðast, var þessu haldið fram í einlægni. Er hægt að
fullyrða hið sama um þá menn sem 34 árum síðar fóru,
þvert ofan í fárra mánaða gamlar, hátíðlegar yfirlýsingar
sínar, að halda fram kröfunni um sérstakt ríki?
Það hefur orðið hlutskifti mitt að leggja upp í hend-
urnar á menntalýð og öðrum borgurum höfuðstaðarins
verkefni, sem gaf þeim öllum tækifæri til að sýna að
þeir ættu til það lágmark umhyggju fyrir því, að þeim
sé ekki boðin hneykslanleg löggæzla og réttarfar, sem
heimta verður af borgurum í siðuðu og frjálsu þjóðfélagi.
Eg hef gert það sennilegt að minnsta kosti, að hér hafi
fyrir nokkrum árum verið framið ódáðaverk, af lúaleg-
ustu hvötum og að nokkrum líkindum á hroðalegan hátt.
Eg hef sannað, að rannsókn sú sem gerð var út af því
hafi verið óverjandi léleg. Meira en þetta hefði ekki átt
að þurfa til þess að borgarar bæjarins hefðu af eigin
hvötum risið upp og látið í Ijós að til slíks vildu þeir
ekki vita í sínum bæ. En ég lét ekki við það lenda að
láta mönnum í té óhrekjandi skýrslu um málavöxtu. Eg
mæltist til þess tvisvar af Reykvíkingum, að þeir legðu
með einu orði fram hjálp sína til þess að málið yrði
rannsakað betur en gert hafði verið. Eg gerði það ekki
einungis vegna vandafólks manns þess, sem lét lífið,
þegar tilraunir þess til að fá dómsmálastjórn landsins til
að gera skyldu sína hcfðu reynzt árangurslausar, heldur