Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 35
IÐUNN Hvalveiðar í Suðurhöfum. Það er sagt svo, að einu dýraveiðar, sem aldrei hafi verið reknar að gamni eða eingöngu sem íþrótt, sé hvalveiðar. Og þó er margt, sem draga mundi æfintýra- þyrsta íþróttamenn að þessum veiðiskap: Löng ferðalög, hættur af ís og óveðrum, blindskerjum og ýmsum býsn- um, æsandi atburðir, vandi mikill og flest það, sem slíkir menn sækjast’ eftir. En það stendur í vegi, að til þessa veiðiskapar þarf meiri, dýrari og margbrotnari útbúning <en flestra veiða annara. Norðmenn hafa lengi verið framarlega í flokki hval- veiðimanna. Þeir hafa elt hvalina inn í ísana við norð- urheimskautið, hér við Island og annarsstaðar í norður- höfum og nær gereytt öllu hvalakyni hér. Þá hafa þeir snúið stefni í aðrar áttir og mun varla sá blettur vera til á allri heimskringlunni, sem Norðmenn hafa ekki heimsótt með hvalskutulinn og bræðsluofnana. Suðurhafs- eyjar, Brasilíustrendur, Japanseyjar, Madagaskar og vest- urströnd Afríku hafa þeir kannað og horfið þaðan aftur er fækka tók hvalnum. Og loks var haldið til Suður- íshafsins. Það eru hvalveiðar þar, sem hér skal dálítið sagt frá að gamni, eftir bók, sem danskur Iæknir, Aage Krarup Nielsen skrifaði. Hann var með í einum slíkum leiðangri, 1920—21, og gat því sagt frá eftir eigin sjón og reynd. Flestir hvalveiða-leiðangrarnir eru gerðir út frá 3 smá- bæjum, og má nærri geta, að uppi er fótur og fit í bæjum þessum um þær mundir, er skipin eiga að leggja af stað. Veiðunum er hagað þannig, að send eru stór skip, um 10,000 smálestir, og er í þeim allur útbúningur til þess IOunn XI. 9

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.