Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 39
IÐUNN Hvalveiðar í Suðurhöfum. 129 elfa, sem skiftist í margar kvíslar, og rennur ein í hvern bræðsluofn. Hver af þeim tekur um 15,000 lítra og eru þeir 8—10 á hverju skipi, og í þeim verður spikið að olíu. Auk þess eru sérstakir bræðsluofnar, þar sem olía er unnin úr tungu, sporði og nokkrum feitustu beinum hvalsins. Þetta gengur með syngjandi hraða, svo að sami hvalurinn, sem byltir sér frí og frjáls í öldunum að morgni getur verið orðinn að tærri olíu að kveldi. Það er líka betra að hafa hraðann á, því að veiðitíminn er ekki nema 4 mánuðir. Útgerðin kostar tugi miljóna og hvert skip verður því að fá fullfermi. Og þegar veðrið er gott og veiðin fjörug, svo að stórar breiður af hval- skrokkum eru festar við skipin, þá getur að líta það mesta áframhald við vinnu, sem þekkist. Vélar og menn keppast sem mest má verða, skark og högg, blástrar og stunur vélanna blandast saman við hróp og köll, blót og ragn og annað slíkt, sem menn hafa til þess að halda sér uppi þegar þeir eru þreyttir. En áfram vilja allir halda sem bezt, því að allir, frá foringja fararinnar til vikadrengs, hafa ágóðahluta af því sem aflast. Omögulegt er að segja, að beinlínis sé snyrtilegt um- hverfis hvalveiðarana, eins og varla er við að búast. Þegar dauðir hvalir liggja lengi í sjó, myndast innan í þeim vindur, sem blæs þá út, svo að oft er því líkast sem floti af Zeppelínsloftförum hafi sezt á sjóinn, og þegar svo gat kemur á hvalinn þykir flestum sá þefur einhver hinn fúlasti og stækasti, sem borið hefir fyrir vit þeirra. Auk þess er loftið fult af stækjulykt þeirri, sem jafnan er nálægt bræðslustöðvum og hvalfjörum, ekki sízt þegar blæjalogn er, og gígurinn verður eins og lokað hús. En á sjálfu skipinu er alt smurt olíubrækju, sem smýgur gegnum alt og sósar alt, og þegar kola- reykur og annar óþverri sezt í þessa brækju, þarf varla

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.