Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 41
IÐUNN Hvalveiðar I Suðurhöfum. 131 strandað þar fyrir handvömm og víst reyndar aldrei yfir- leitt, og má það næstum einstakt heita. Alt er hér hvítt og fágað og ósnortið. Stingur það allmjög í stúf við sóðaskapinn á hinum bænum. En kalt er hér, og ekki er gott að vita hve lengi verður sætt. Það er ferska vatnið, sem erfiðast er með, þess verður að afla á skriðjöklunum, og taki fyrir það vegna frosta, er ekkert annað að gera, en búa um pjönkur sínar og fara. Það er líka synd að segja, að hér sé hangsað með hendur í vösum. Hér reynist vera nóg af hval, og hann er dreginn að heldur en ekki kappsamlega. Hingað til hefir hér verið lýst með fáeinum dráttum lífinu um borð í sjálfu »móðurskipinuc. En hvað er um börnin? Þau hverfa tómhent og koma með »fullar hend- ur fjár« aftur eftir nokkurn tíma. Hvað hefir gerst þar á meðan þau voru burtu? Skulum við nú taka okkur fari á einum hvalveiðabátnum, og sjá hvernig það gengur. Fyrir allar aldir, löngu áður en skíma fer að sjást, léttir báturinn akkerum og tekur skriðinn út af læginu og stefnir í suðurátt. Hann vill vera kominn á vettvang þegar birtir. Hér er alt valið lið. Báturinn er ekki stór en ákaf- lega traustur og hefir öfluga vél. Honum má snúa eins og snarkringlu í allar áttir á örskammri stund, og vindur allar og útbúningur í sterkasta og bezta lagi. Og þá er ekki fólkinu fisað saman. Hér verður oftast að vinna svo að segja nótt og nýtan dag og svefn fæst að eins með því að nota hverja frímínútu til þess að henda sér út af. Og svo er það sjálfur galdramaðurinn, sem er hvorttveggja í senn skytta og skipstjóri, þessi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.