Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 44
134
Hvalveiðar í Suðurhöfum.
IDUNN
um kinnungana. Hvalurinn er tryltur af kvölunum. Og
nú tók þessi hvalur það fyrir, sem háskalegast er af
öllu: Hann stefndi beint á ísbrúnina. En ef hann kemst
undir ísinn er nálega ávalt úti um það að ná honum,
því að annaðhvort slitnar kaðallinn af sjálfu sér, eða þá
Skotið ríður af. Púðurreykurinn úr fallbyssunni sést næst. Reykjarhnoðrinn
lengra í burtu sýnir, hvar sprengjan springur í hvalnum.
að höggva verður á hann til þess að bjarga bátnum frá
strandi, og því heldur hroðalegu. En hvalnum er ekki
heldur holl vistin undir ísnum, og sem betur fer er svo
mikil vitglóra eftir í honum, að hann snýr snögglega frá
og stefnir til hafs.
Þegar hvalurinn tekur að þreytast er leitað lags að
draga inn nokkuð af kaðlinum, og gefið svo út aftur
þegar hann sækir sig af nýju. Það er sama aðferðin og
við laxinn, að eins að hér er alt dálítið stórbrotnara.
Reynt er að koma bátnum á hlið við hvalinn, því að