Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 45
ÍÐUNN
Hvalveiðar í Suðurhöfum.
135
það bYnS*r mjög á honum að draga kaðalinn þversum
gegnum sjóinn. Kemst báturinn þá stundum svo nærri
hvalnum, að hættulegt mundi vera ef hvalurinn þekti afl
sitt, og notaði það til þess að hefnast á fjandmönnunum.
Hefir það komið
fyrir að hvalur
hefir, vafalaust ó-
vart, blakað svo
við hvalveiðabát,
að hann sökk eftir
fáeinar mínútur
og skipverjar gátu
með naumindum
komist í báta.
Annarhvalurhafði
komiðneðanundir
skipið og lyft því
svo upp, að það
var að steypast
um þegar hvalur-
inn tók eftir því að
einhver köggull
varábakinuáhon-
um og seig niður
aftur til þess að Hvalur viö sUipshlið á fullri ferö.
skola hann af sér!
Til allrar hamingju fyrir hvalveiðamennina hefir hval-
urinn enga hugmynd um það, hve vel hann stæði að
vígi í slíku ati. En það er maðurinn sem notar sér ná-
vígið, því nú ríður af annað skot, og annar skutull
springur í hvalhryggnum. Liggur hvalurinn þá stein-
dauður og tekur þegar að sökkva, en jafnframt dregur
gufuvindan inn kaðlana og lyftir hvalnum upp úr undir-