Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 49
IÐUNN Húsið hennar Evlalíu. Eftir Henry Harland (1861 —1895). Það var snoturt lítið hús, í mjög fögru héraði, á af- viknum stað í Normandí, nálægt sjónum. Héraðið var auðugt að blómgörðum, ökrum og fagurgrænum engjum, þar sem nautahjarðir voru á beit; sumstaðar voru aftur löng trjágöng, girt álmviði. Vegfaranda vakti það fremur undrunar, að sjá þetta litla hús einmitt á þessum stað, því að önnur hús í ná- grenninu voru óásjáleg bændabýli eða kofar daglauna- manna, en þetta var yndislegt lítið hús, veggir hvítir, gluggar í snotrum frönskum stíl, veggsvalir með haglega gerðum járngrindum, og feneysk gluggatjöld. Djartlitað lítið skemtiskýli stóð úti í litlum, fögrum blómgarði inni á milli rósarunna og geraníu-blómbeða, en mjúkir gras- geirar hér og hvar. Bak við blómgarðinn var ávaxta- garður og stóðu þar kvistótt eplatré, í röðum eða tvö og tvö saman; hölluðust þau hvort að öðru, líkt og ókennilegar verur, er stirðnað hefðu upp í miðjum dansi. Ef litið var í aðra átt, blöstu við engjateigar og gular kornekrur, mílu vegar í burtu, og teygðu sig niður að sjávarströndinni, þar sem í fjarsýn gaf að líta hvíta kletta, er særinn varpaði á gagnsæjum, purpurarauðum litum, lýsandi skuggum af blæbrigðum hans sjálfs, þeim, er eigi verður með orðum lýst. Á veggtöflu, sem fest var á húsvegginn, mátti lesa fremur stórkarlalegt letur, er gaf til kynna það hið sama, er umboðsmaður einn í Dieppe hafði frætt mig um. Húsið var til leigu, og ég hafði ekið þangað fulla tveggja

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.