Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 51
IÐUNN Húsiö hennar Eulalíu. 141 ritað yl<kur uni það? Ég skildi hann svo, að þið munduð vænta mín hingað um þetta leyti í dag«. »Það er rétt«, svaraði gamli maðurinn, »við áttum von á yður«. En ekki fór hann lengra út í málið, og hjónin litu aftur vandræðalega hvort á annað. Hún hneigði höfði eins og í leiðslu og leit til jarðar. »Sjáið þér til, herra minn«, hóf gamli maðurinn máls, eins og hann ætlaði nú að skýra málið betur; »sjáið þér —«, en þá fataðist honum málið, starði út í loftið og kom engu orði upp. »Húsið er ef til vill þegar leigt«, sagði ég. »Ónei, það er ekki búið að leigja það«, mælti hann. »Það væri bezt fyrir þig að sækja lykilinn«, mælti þá konan með döpru bragði og leit enn til jarðar. Hann gekk þyngslalega til baka heim að býlinu. Meðan hann var í burtu, stóðum við þögul við dyrnar, konan sífelt að núa saman höndum í einhvers konar fáti. Ég reyndi að vekja samræðu við hana, fór einhverjum orðum um það, hvað hússtæðið og útsýnið væri yndis- lega fagurt. Hún játti því í hálfum hljóðum, kurteislega, en þreytulega, og þótti mér ekki fýsilegt, að fara lengra út í þá sálma. Eftir stundarkorn kom maður hennar með lyklana; síðan fylgdu þau mér þögul um húsið. Á lægsta gólfi voru tvær fallegar viðhafnarstofur, og yndislegt eldhús með breiðum arni úr slípuðum, rauðum tígulsteini, reykháf úr sama efni, og gljáandi pottar og pönnur úr kopar. Húsgögnum öllum í viðhafnarstofunum og borðstofunni var smekklega fyrir komið á franska vísu, og gluggarnir vissu gegn sólu og ilmi blómanna úti í garðinum. Ég lét ótvírætt í ljós aðdáun mína, og um leið virtist öll framkoma gömlu hjónanna taka smátt Iðunn XI. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.