Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Qupperneq 52
142
Húsiö hennar Evlalíu.
IÐUNN
og smátt breytingu. Hingað til höfðu þau verið dul og
hrygg í bragði, en nú tók að losna um tunguhöftin og
þau gerðust að lokum jafnvel skrafhreyfin. Nú brostu þau,
þegar ég lét aðdáun mína í ljós, og svöruðu greiðlega
og með áhuga spurningum mínum. En þó var það svo,
að vel mátti merkja á orðum þeirra og framkomu, að
inni fyrir bjó djúp geðshræring og viðkvæmni. Hendur
þeirra titruðu, þegar þau voru að opna dyrnar að her-
bergjunum, eða voru að draga upp gluggatjöldin, og
málrómurinn var óstyrkur. í sjálfu brosi þeirra var aug-
ljós sársauki, eins og brosið væri aðeins stundarleiftur
á yfirborði harmþrungins hjarta.
»Nú skil ég«, hugsaði ég með mér, »þau eru í al-
varlegri fjárþröng. Líklega hafa þau lagt öll efni sín í
húsið. í>au eru í þessari geðshræringu vegna umhugs-
unarinnar um, hvort þau muni nú fá leigjanda eða ekki«.
»Nú skulum við, herra minn, koma upp á loftið og
líta á svefnherbergin«, mælti gamli maðurinn.
Svefnherbergin voru loftgóð og björt, með fallega litu
veggfóðri, gluggatjöldum og venjulegum frönskum svefn-
herbergis-húsgögnum. Eitt þeirra bar merki þess, að
það væri í raun og veru þá notað; þar voru ýmsir munir
inni, sem kvenmenn einir eru vanir að hafa með hönd-
um. Þetta var síðasta herbergið, sem við skoðuðum;
það var við framhlið hússins og var þaðan útsýni til
sjávar. Á búningsborði lágu greiður og burstar; þar
voru pennar, blekbytta og bréfahylki á skrifborði; þar
var bókaskápur með bókum; á arinhillunni voru ljós-
myndir í umgerð. I fataklefa héngu kvenbúningar; á
gólfinu var snyrtilega raðað útiskóm og morgunskóm;
yfir rúminu lá ábreiða úr silki; krossmark hékk á veggn-
um yfir því; til hliðar við krossmarkið var lítið ker úr
postulíni til að hafa í vígt vatn.