Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 53
ÍÐUNN Húsið hennar Evlalíu. 143 »Ó!« hrópaði ég, og sneri mér um leið að gömlu hjónunum, »þelta herbergi er í notkun«. Frú Leroux virtist ekki heyra til mín. Hún starði sljóum augum fram undan sér og hreyfði varirnar lítið eitt. Hún virtist vera örþreytt, og kysi helzt að hús- skoðuninni væri sem fyrst lokið. Herra Leroux benti hendinni í einskonar fáti upp í loftið og mælti: »Ónei, sem stendur er herbergið ekki beinlínis notað*. Við gengum aftur niður og gerðum með okkur samn- ing. Eg leigði húsið sumarlangt. Frú Leroux bauðst til að elda fyrir mig matinn. Herra Leroux lofaði að koma á vagni til Dieppe næsta miðvikudag til þess að sækja mig og farangur minn. Þenna miðvikudag, er um var getið, vorum við búnir að aka svo sem hálfa stund án þess að mæla orð, þegar Leroux sagði við mig: »Já, herbergið, herra minn, herbergið, sem þér hugðuð að væri í notkun —«. »Nú?« sagði ég, þegar hann þagnaði. »Eg ætla að stinga upp á nokkru við yður«, mælti hann. Hann talaði, að mér virtist, hálffeimnislega, en herti sig þó, og einblíndi stöðugt á eyrun á hestinum. »Hvað eigið þér við?« spurði ég. »Ef þér viljið láta okkur eftir herbergið með munum þeim, sem í því eru, erum við fús til að slá af leigunni. ]á, ef þér vilduð lofa okkur að halda því eins og það stendur nú«, endurtók hann í áköfum bænarróm. »Þér eruð, einn yðar liðs. Húsið verður nægilega rúmgott fyrir yður, þó þad herbergi fylgi ekki; er ekki svo, herra minn?« Auðvitað félst ég á þetta þegar í stað. Ef þau lang-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.