Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 54
144 Húsið hennar Evlalíu. IÐUNN aði til að halda herberginu í því ástandi sem það nú væri í, skyldu þau í öllum bænum gera það. »Þakka yður fyrir, þakka yður mjög vel fyrir. Konan mín verður yður þakklát*, mælti hann. Enn ókum við stundarkorn þögulir. Alt í einu sagði gamli maðurinn: »Þér eruð fyrsti leigjandinn okkar. Við höfum aldrei leigt húsið fyr«. »Það er svo. Hafið þið átt það lengi?« spurði ég. »Ég bygði það, ég bygði það fyrir 5 eða 6 árum«, sagði hann, og eftir stundarþögn bætti hann við: »Ég bygði það handa dóttur minni«. Röddin hljóðnaði, er hann mælti þetta. En auðheyrt var, að þetta var að eins byrjun, hann langaði til að segja meira. Ég lagði eyrun við, og ýtti undir hann að halda áfram. Alt í einu hófst hann máls og sagði: »Þér sjáið, hverskonar fólk við erum, konan mín og ég. Við erum ómentuð bændahjón. En hún dóttir mín«, — um leið lagði hann höndina á kné mér og leit framan í mig með alvörusvip — »hún dóttir mín, ég verð að segja það, var eins fíngerð og atlask, eins fíngerð og kniplingar«. Síðan sneri hann sér að hestinum, og ók nokkra stund án þess að mæla orð, en einblíndi á eyru hests- ins. Þá tók hann aftur til máls og sagði: »1 öllu þessu bygðarlagi var engin yndislegri stúlka en dóttir mín«. Hann bar ótt á, með grátstaf í kverkum, og eins og hann væri að tala fremur við sjálfan sig en mig. »Hún var fríð sýnum, ljúf í skapi og hafði notið hinnar beztu mentunar í klaustri hins »Helga Hjarta« í Rúðuborg. Um sex ára bil, frá tólf ára aldri til átján ára, stundaði hún nám í klaustrinu. Hún kunni ensku, herra minn, — tungumálið yðar. Hún fékk verðlaun fyrir sögunám og slaghörpuspil; enginn jafnaðist þar á við hana«. Svo spurði hann alt í einu með talsverðum ákafa: »Var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.