Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 55
IÐUNN HúsiÖ hennar Evlalíu. 145 óheflað bændabýli nógu gott handa henni?« Hann svar- aði sjálfum sér og sagði: »Nei, herra minn. Enginn mundi ata út fíngerða kniplinga með því að troða þeim niður í óhreinar öskjur. Dóttir mín var fíngerðari en nokkrir kniplingar; hendur hennar mýkri en flauel frá Lyon. Og hugsið yður þenna ilm, sem lagði af þeim — höndunum hennar! Það var unun að þeim ilm. Þráfald- lega kysti ég þessar hendur og naut ilmsins, eins og það væri rósailmur«. Orðin dóu í bili á vörum hans við þessar endurminningar og nú varð aftur þögn um stund. Að stundarkorni liðnu tók hann aftur til máls. »Eg hafði næg efni; ég var auðugasti maðurinn í ná- grenninu. Eg sendi til Rúðuborgar eftir ágætum húsa- gerðarmeistara. Herra Clermont, bezti húsagerðarmeist- arinn í Rúðuborg, og heiðursfélagi fagurlistaskólans í París, það var hann, sem bygði húsið handa dóttur minni. Hann bygði það, og bjó það að húsgögnum þann veg, að vel hefði mátt sæma greifafrú, til þess að dóttir mín gæti eignast heimili, henni samboðið, þegar hún kæmi heim úr klaustrinu. Lítið á, herra minn, mundi glæsilegasta höll veraldar vera of góð handa henni«. Nú dró hann slitið, rautt leðurveski upp úr vasa sín- um, tók úr því litla ljósmynd, sem hann rétti mér. Það var mynd af stúlku með ljúfu yfirbragði, hér um bil seytján ára gamalli. Andlitið var dáindis frítt, en fríð- leikurinn þó dálítið óreglulegur, eins og ekki er ótítt í Frakklandi, svipurinn einkar ljúfur og þýður. Gamli maðurinn hélt nálega niðri í sér andanum, meðan ég var að skoða myndina. »Er hún ekki indæl? Er hún ekki falleg, herra minn?« spurði hann í klökkum róm, og mátti heyra, að hann beið með öndina í hálsinum eftir samþykki mínu. Ég svaraði auðvitað því er ég taldi réttast vera. Síðan gekk hann aftur frá myndinni í vesk-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.