Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Qupperneq 56
146
Húsiö hennar Evlalíu.
IÐUNN
inu með skjálfandi höndum. »Sjáið þér hérna«, mælti
hann, og tók upp úr veskishólfinu hinu megin lítið, hvítt
spjald. Það var venjuleg frönsk dánarminning. Á spjaldið
var ristur kross og dúfa, og þar fyrir neðan voru þessi
orð letruð: »Eulalie-]osephine-Marie Leroux. Fædd
16. maí 1874. Dó 12. ágúst 1892. Biðjið fyrir henni*.
»Góður guð veit, hvað hann gerir. Ég bygði þetta
hús handa dóttur minni, og þegar því var lokið, tók
guð hana frá okkur. Við vorum örvita af sorg, ég og
konan mín. En ekki gat það bjargað henni. Ef til vill
erum við enn sturluð af sorg«, sagði veslings gamli
maðurinn ofur sakleysislega. »Við getum ekki um annað
hugsað. Okkur langar aldrei til að tala um neitt annað.
Við gátum ekki búið í húsinu — húsinu hennar, án
hennar. Við ætluðum aldrei að leigja það. Ég bygði
húsið handa dóttur minni, ég bjó það út að húsgögnum
og öðru fyrir hana, og þegar svo alt var tilbúið, dó hún.
Var það ekki hart, herra minn? Hvernig átti ég að
fara að leigja óviðkomandi mönnum húsið? En seinustu
árin hefi ég orðið fyrir fjártjóni, og er neyddur til að
leigja það til þess að greiða skuldir mínar. Ekki mundi
ég hafa leigt húsið hverjum og einum. Þér eruð Eng-
lendingur. ]á, en ef mér félluð þér ekki vel í geð,
mundi ég ekki hafa leigt yður það, þótt í boði hefði
verið miljón enskra punda. En mér þykir vel, að ég
hefi leigt yður. Þér haldið minningu hennar í heiðri.
Og þér ætlið að leyfa okkur að halda herberginu —
herberginu hennar. Við eigum að fá að halda því eins
og það er, með mununum hennar í því. ]á, þetta her-
bergi, sem þér hugðuð að væri búið í — það var her-
bergið hennar dóttur minnar*.
Frú Leroux beið eftir okkur í blómgarðinum við húsið.
Hún leit áhyggjufullum augum til manns síns, er okkur