Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 57
IÐUNN Húsið hennar Evlalíu. 147 bar að. Hann kinkaði kolli og mælti háum rómi: »Það gengur að óskum; herrann felst á tillögu okkar«. Gamla konan greip hendur mínar og kreisti fast að þeim; svo mjög komst hún við. »Herra minn, ósköp eruð þér góður«, mælti hún. Hún lyfti höfði og leit framan í mig. En mér var ómögulegt að standast þau augu. Frá þeim augum leiftraði slík hrygð, lotningarfull, heilög hrygð, að mér þótti næst ganga helgisaurgun að horfa á hana. Með gömlu hjónunum og mér tókst góð vinátta þessa þrjá mánuði sem ég var leigjandi þeirra. Frú Leroux sá um alt er ég með þurfti með móðurlegri umhyggju. Báð- um hjónunum var ljúfast, eins og gamli maðurinn hafði sagt, að tala um dótturina, og ég hygg ég geti sagt með sanni, að ég hafi aldrei látið mér leiðast að hlusta á þau. Þessi djúpa sorg þeirra og stöðuga umhugsun um dótturina gat mér ekki annað en þótt bæði fögur og átakanleg. Og einkennilegt var það að þýður og ljúfur andi stúlkunnar, eða eitthvað í ætt við hann, virtist hver- vetna vera nærri í húsinu, sem elskan hafði bygt handa henni, án þess að gruna að dauðann mundi bera að jafnskjótt og því væri lokið, og kalla hana burtu. »Ó, það er okkur sönn gleði, herra minn, að þér létuð okkur eftir herbergið hennar*. Þessi og því um lík orð þreytt- ust gömlu hjónin aldrei á að endurtaka. Dag nokkurn fór frú Leroux með mig upp í herbergið og sýndi mér fallegu fötin hennar Evlalíu, skrautgripi hennar, bækur hennar, þar á meðal skrautlega bundnarbækur, er hún hafði þegið að verðlaunum í klaustrinu. Oðru sinni sýndi hún mér nokkur af bréfum Evlalíu, og spurði mig, hvort rit- höndin hennar væri ekki fögur og bréfin sjálf vel stíluð. Hún sýndi mér myndir af henni á öllum aldri, lokk úr

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.