Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 58
148
Húsið hennar Evlalíu.
IÐUNN
hári hennar; barnsfölin hennar; vottorð prestsins um
fyrstu altarisgönguna; vottorð biskupsins um ferminguna.
Og hún sýndi mér bréf frá systrunum góðu í klaustrinu
í Rúðuborg, þar sem þær skýrðu frá framförum hennar
við námið, og luku lofsorði á hegðun hennar og skap-
gerð. »0, að hugsa sér að hún skuli vera horfin, að
hún skuli vera horfin«, mælti gamla konan þá alt í einu
með grátstaf í kverkum; það var eins og henni fyndist
þessi missir alveg óskiljanlegur og ótrúlegur. En að
vörmu spori mælti hún í lágum hljóðum, með þeirri
undirgefni, er hún framast gat í ljós látið: »Góður guð
veit, hvað hann gerir«, og gerði krossmark fyrir sér.
Tólfta ágúst, dánardag Evlalíu, fór ég með þeim til
sóknarkirkjunnar, þar sem sálumessa var flutt vegna
hennar. Og að henni lokinni gekk gamli presturinn við-
mótsþýði á fund þeirra, heilsaði þeim með handabandi
og talaði til þeirra huggunarorðum.
I septembermánuði kvaddi ég þau og sneri aftur til
Dieppe. Eitt sinn síðla dags mætti ég af hendingu sama
gamla prestinum í aðalgötu bæjarins. Við námum staðar
og tókum tal saman um Leroux-hjónin, eins og nærri
lá, hvað það væru ágætar manneskjur, og hvað þau
syrgðu dóttur sína sáran. Presturinn sagði meðal ann-
ars: »Ast þeirra var eitthvað meira en ást, þau tilbáðu
barnið, tignuðu það. Eg hefi aldrei verið sjónarvottur
að slíkri ástúð. Þegar stúlkan dó, var ég alvarlega
hræddur um, að þau mundu missa vitið. Þau voru
þrumulostin, þau voru utan við sig; um alllangt skeið
leit helzt út fyrir að þau væru brjáluð. En guð er
miskunnsamur. Þeim hefir lærst að lifa við, eða lifa á
hrygð sinni«.