Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 59
IÐUNN
Húsiö hennar Evlalíu.
149
»En hvað mér þykir fagurt*, sagði ég, »hvern veg
þau hafa helgað minningu hennar, og hvern veg þau
tigna hana. Vður mun eflaust kunnugt, að þau halda
herberginu hennar nákvæmlega í sama ástandi og þeg-
ar hún var þaðan burtu borin, með öllum munum henn-
ar óhreyfðum. Þetta þykir mér einkar fagurt*.
»Herbergið hennar?« spurði prestur, og virtist ekki
skilja. »Hvaða herbergi?«
»Nú, vissuð þér ekki það?« mælti ég hálfundrandi.
»Svefnherbergið hennar í nýja húsinu. Þau halda því
alveg eins og hún skildi við það, með öllum munum
hennar óhreyfðum, bókum, búningum o. s. frv.«
»Mér er ekki ljóst, hvað þér eruð að fara«, mælti
prestur. »Hún naut aldrei þess að eiga svefnherbergi í
því húsi«.
»Fyrirgefið þér, að ég leiðrétti yður«, mælti ég; »eitt
af framhliðar-herbergjunum á fyrstu hæð var herbergið
hennar«.
En hann hristi höfuðið. »Þetta er einhver misskiln-
ngur. Hún bjó aldrei í nýja húsinu. Hún andaðist í
gamla bændabýlinu. Nýja húsinu var rétt að eins lokið,
er hún dó. Smiðirnir voru naumast farnir út úr því«.
»Ó-nei, það eruð þér, sem farið rangt með. Vður
hlýtur að misminna eitthvað. Eg er hárviss í minni sök.
Hjónin hafa þráfaldlega rætt um þetta við mig«.
»Hvað er þetta, góði maður?« mælti þá prestur. »Eg
er ekki að eins viss um, að ég fer með rétt mál, ég
veit það. Ég dvaldi hjá stúlkunni, meðan dauðastríðið
stóð yfir. Hún andaðist í bændabýlinu. Þau voru ekki
flutt í nýja húsið. Það var verið að koma húsgögnunum
fyrir. Síðustu húsgögnin voru flutt inn einmitt deginum
áður en hún dó. Það hefir aldrei verið búið í nýja hús-