Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 62
152 Bjargabrúður. IÐUNN Ég nístist af náköldum hrolli, en negg mitt er logandi bál. Ég skelfist við uglunnar ýlfur, hið afskræmda bergvættamál. Dagur er dapur sem nóttin, því dimt er í bjarginu hér. Ég sé ekki sólina rísa, ég sé ekki stjarnanna her. Sumar og vetur fer saman, því sóldægrin hverfa mér löng. Ég heyri’ ekki lindanna ljúfa nið, né lokkandi fuglasöng. Ég sé ekki blómin hin blíðu, sem brosa um miðsumartíð. Ég finn ekki ilmgrasa angan; alein ég þreyi og bíð. Ég viltist um stund frá þér, vinur! og veik var mín trygðin þá. Af töfrum og gjörningum glæptist; gjalda þess þunglega’ ég má. Gullið mig ginti og tældi. Ég gleymdi þér. Það var mín synd. En bergrisinn blakki og ljóti mér birtist í ljósengilsmynd. Agnar! þú fullhuginn frækni, fetaðu’ í bjarganna skaut,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.