Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 64
IÐUNN Þjóðmálastefnur. i. Stjórnarhættir þjóðanna hafa frá öndverðu hnigið til tveggja skauta: einveldis og lýðstjórnar. Það er mál manna, að einveldi — sé einvaldurinn vitur og réttlátur — muni vera ákjósanlegast stjórnarform: Þó hefir það ekki gefið betri raun en svo, að dagar þess eru taldir. Stjórnarhættir einvaldsins hafa komist í þvílíkar öfgar og ógöngur, sem mannlegir ágallar geta framast valdið. Einvaldurinn, studdur af hersum og jörlum, en síðar af aðli og klerkum, gerði þegnríki sitt að leikvelli mann- legra ástríðna, þar sem fégjarnir menn og gerræðisfullir tróðu múginn undir fótum. Síðan reis móthreyfing. Hinar kúguðu stéttir vörpuðu af sér okinu. Alþýða manna fær með lýðstjórn og meira og minna almennum kosningar- rétti íhlutun um stjórnarfarið. En ekki þykir lýðstjórnin hafa gefist svo, að ámælis- laust sé. Þingræðið sætir miklum aðfinslum og jafnvel niðurbroti. Um leið og borgarastéttirnar hófust til vegs og valda, stefndi til nýrra öfga. Einstaklingsframtakið og hin frjálsa samkepni hafa skapað auðkúgun á rúst- um aðalssetranna. í stað sérkvaða, eins og skylduvinnu á a^alssetrum, fjárrána og þess háttar ofbeldis er komin verksmiðjuþrælkun og hlífðarlaust okur á lífsviðurværi manna. Hin frjálsa samkepni snýst í hagsmunasamtök auðhringa, sem féfletta heilar þjóðir. Og í skjóli ein- staklingsframtaksins skapast auðherrar, sem öðlast vald

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.