Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 67
IÐUNN
Þjóðmálastefnur.
157
málabaráttan. Meðan einkum var tekist á um mann-
réttindi og stjórnskipunarhætti, greindist stjórnmálalið
landanna í tvær höfuðsveitir, sem kalla mætti fram-
sóknar- og íhaldslið. Framsóknarhyggjunni fylgir meira
og minna bráðger viðleitni til umbóta. Ihaldshyggjunni
fylgir fastheldni við ríkjandi skipulag og andúð gegn
umbreytingu. Þessi flokkaskifting á rætur sínar í sálar-
lífi manna; hún er ávöxtur mismunandi skapgerðar og
lífsskoðana. Þar sem hún er ríkjandi, marka höfuðlínur
afstöðu flokkanna. Atökin verða fremur miðuð við höf-
uðtakmark, heldur en þar, sem tekist er á um dæg-
urmál.
Fjölbreytilegir atvinnuhættir þjóðanna og megn auð-
dýrkun þeirra, hefir komið til leiðar: annars vegar
skarpari verkskiftingu, hins vegar harðari átökum um
hagsmunina og jafnvel lífsviðurværið sjálft. Þjóðmálalífið
í löndunum er, með auknu athafnafrelsi og framtakssemi
einstaklinga, orðin víðtækari barátta fyrir lífinu og fjöl-
breytilegri en áður fyrri, meðan lífskröfur og atvinnu-
vegir voru fábrotnari og meðan umráð og athafnir
voru í höndum fárra manna, sem höfðu múginn í
valdi sínu.
Þegar svo háttar til, er það næsta eðlilegt, að þeir,
sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, gangi sam-
an í þjóðmálasveitir, til þess að neyta sameiginlegra
krafta til varnar eða sóknar. Það getur skift miklu fyrir
aðstöðu og lífskjör verkamannsins, bóndans, sjómannsins,
kaupmannsins, embættismannsins o. s. frv., hver verða
úrslit einstakra»þjóðmála. Fyrir því standa saman þeir,
sem stunda sömu atvinnu og búa við svipaða kosti.
Stjórnmálaliðið greinist í flokka eftir atvinnustéttum.
Margir telja, að þessi flokkaskifting sé ósæmileg og
eigi engan rétt á sér; slíkt sé auðvirðileg matarpólitík
Iöunn XI. 11