Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 69
ÍÐUNN
Þjóðmálastefnur.
159
Þannig verða til hugtök slík sem »alræði öreiganna*.
Hæfileikinn til réttlátrar og viturlegrar stjórnar á mál-
efnum mannanna hefir ekki fundist í svonefndum æðri
stéttum þjóðanna. Nú trúa sumir því, að hann sé fólg-
inn í fari þeirra, sem lægstar eru taldar.
Hreinskorin og stórbrotin flokkaskifting á rætur í lífs-
skoðunum manna og langsýn þeirra yfir óravegu lífsins.
Flokkaskifting reist á stéttabaráttu er sjálfsagður fylgi-
fiskur auðhyggjunnar. En jafnvel í stéttabaráttunni opn-
ast útsýn og skapast lífsmið. Verða þá annarsvegar
menn, sem telja farsæld mannkynsins hérna megin grafar
komna undir forráðum og valdi örfárra hinna »hæfustu«
og sterkustu manna. Hinsvegar verða menn, sem telja
að bezt muni að haldi koma óheft þroskun og samstarf
allra manna.
IV.
Síðari hluta næstliðinnar aldar og fram um aldamót
voru hugir manna á landi hér gagnteknir af ríkisréttar-
deilunni við Dani. Þjóðin skipaðist í tvær höfuðsveitir.
Málið var vel fallið til þess, að greina menn í flokka
eftir hugarfari og lífsskoðunum. Meginorkunni í stjórn-
málum landsins var beint í átt til þessa máls, en innan-
lands málefni lágu vanhirt í mörgum greinum. Tog-
streitan við Dani gerðist langdregin og þreytandi. Málið
rann út í bláþráð. Átökin færðust inn fyrir umgerð ríkis-
réttarskýringa, sem urðu þorra manna óhugnæmar og
lítt skiljanlegar. Þannig var úr baráttu málsins numinn
allur sársauki, allur geðhiti og nálega öll sigurgleði yfir
úrslitum þess.
Fyrir því var — áður bráðabirgðarúrslit fengust í
sambandsmálinu — risin ný hreyfing í landinu, þar sem