Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 70
160 Þjóðmálastefnur. IÐUNN hugum manna var beint að viðreisninni innanlands. Sú hreyfing átti upptök meðal yngri samvinnumanna í sveit- um landsins. Fyrstu ytri tákn hennar var flokkur óháðra bænda 1916. Þar af spratt Framsóknarflokkurinn. Af- staða forgöngumanna hans til ríkisréttardeilunnar var sú, að þeir voru yfirleitt fylgjandi ítrustu sjálfstæðiskröfum Islendinga, en töldu, að eigi mætti hugur þjóðarinnar kólna og stirðna í formum ófrjórra lagaskýringa, meðan ótölulegar sakir fyrri alda hnignunar lægju óbættar hjá garði. Um og eftir aldamótin hélt atvinnubyltingin innreið sína í landið. Með henni færðist fésýslu- og stóriðju- bragur á atvinnulíf okkar við sjóinn. Vistarbandið hafði verið leyst og fólkið flyktist í veiðiverin og á nýjar at- vinnustöðvar á ströndum landsins. Þar rís upp nýbygð með þvílíkum hraða, að slíks munu fá dæmi annars- staðar en í gulllöndum. í einum bænum voru reistir margir tugir húsa á nokkrum vikum. Um leið þyntist sú fylking, sem heldur vörð á gróðrarblettum landsins. Bændur gerast flestir einyrkjar. Vinnumenn verða jafn- fágætir og lausamenn voru um skeið. En í landinu rís upp ný, fjölmenn stétt daglaunafólks, sem byggir heimili sín á mölinni og sætir þeim kostum, er mishappasöm veiðimenska hefir að bjóða, þar sem höppum fylgja glöpp og uppgripum atvinnubrestur. Meginbreytingunum í atvinnulífi landsmanna fylgdu annmarkar fjárhyggjunnar, enda voru þær þeirrar ættar. Uppgripin úr sjónum fengu mönnum höfuðsvima. Menn gerðust djarftækir á gróðabrögð, kappsfullir, en ekki fyrirhyggjusamir að því skapi. Því nær allur fjárgróði var jafnhraðan settur á spilaborð áhættunnar eða látinn fara í súg óhófslífs og yfirlætis. Mestum hluta fjár- og framkvæmdaorku var beitt til þess að reisa nýbygðina við sjóinn og auka sóknina á djúpmiðin.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.