Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 71
ÍÐUNN Þjóðmálastefnur. 161 Nýbygðin við sjóinn varð með erlendu sniði. Erlend áhrif gengu óbrotin á land og veraldartízkan í hugsun og háttum sló landtjöldum umhverfis á öllum ströndum. Byggingastíll, híbýlabúnaður, klæðaburður, mataræði, götulíf, gildaskálar, samkvæmislíf og skemtanir varð alt að mestu af erlendum toga spunnið. Hugsunarháttur fólksins, lífsmið og eftirsóknarefni urðu á sama hátt mörkuð fjárhyggjunni. Þannig varð nýmyndunin frum- smíð, unnin með hröðum handtökum og ómótuð af ís- lenzkri hugsun. Og með breytingum þessum hófust nýjar stéttir í landinu. Reis þá upp stétt stóratvinnurekenda annarsvegar, en öreiganna hinsvegar. Og með vaxandi átökum um fjárafla og hagsmunaaðstöðu greindust stétt- irnar skarpar og ákveðnar með hverju ári. Atökin urðu mestmegnis um fjárhagsmálefni, varnir gegn yfirtroðslum, viðreisn úr ófarnaði. Þannig hafa hin miklu umskifti í atvinnubrögðum og hugarfari þjóðarinnar fært okkur sömu viðfangsefni og öðrum þjóðum: úrlausn.þrætumála um atvinnuskipulag og auðskiftingu. Og á þessum grunni hvílir núverandi skipun stjórnmálaflokkánna í landinu. Vfirlitið er í stuttu máli þetta: Meðan ríkisréttardeilan við Dani var höfuðviðfangsefni í stjórnmálum landsins, greindust landsbúar í tvær meginsveitir eftir hugarfari og lífsskoðunum. Með atvinnubyltingunni hefst ný flokka- skifting, reist á stéttabaráttu nútímans. Eru síðan uppi í Iandinu þrjár höfuðstefnur og verður vikið að þeim hér á eftir. V. Eins og kunnugt er, má telja, að hinir eldri stjórn- málaflokkar, Sjálfstæðis- og Heimastjórnarflokkarnir, séu nú liðnir undir lok. Með bráðabirgðarskipun þeirri, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.