Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 73
IÐUNN
Þjóðmálastefnur.
163
sem skipulag samkepninnar krefjist, þannig, að leið þeirra,
er vinni stóra sigra, liggi yfir beinaval hinna, sem undir
verði í baráttunni fyrir lífi sínu.
Lífsskoðun þessi byggist á kenningunni um »sigur hins
hæfasta«, og þeir, sem aðhyllast hana, eru arftakar að
hugsunarhætti og lífsstefnu steinaldarmanna. Margbreyti-
leiki lífskrafanna og athafnalífsins hefir opnað yfirburða-
mönnunum ótölulegar leiðir til þess að neyta krafta
sinna. En jafnframt hafa athafnir og viðskifti manna
verið feld í skefjar ófullkominnar siðmenningar, jafn-
hraðan og nauðsyn bar til að reisa skorður gegn frek-
ustu tiltektum þess eðlisþáttar, sem kallaður hefir verið
»dýrið í manninum«.
Undir merki þessa flokks skipa sér einkum kaupmenn
landsins, stórútgerðarmenn, margir embættismenn og
nokkrir bændur, auk fjölmargs áhangendaliðs þessara
aðilja. Hinir stærri atvinnurekendur í landinu hafa í sam-
vinnu við bankana verið einskonar »forsjón« landsins í
atvinnumálum, með veltufé þjóðarinnar á milli handa og
örlög fjöldans að miklu leyti á valdi sínu. Atvinnurekstur
þeirra hefir verið með fullu samkepnissniði og því í
góðu samræmi við lífsstefnu þeirra, þá, að fáir einstakl-
ingar, sem teljast »hæfastir«, fari með fé og umráð at-
vinnuveganna.
Mörgum verður torskilin afstaða þeirra embættismanna,
sem fylla þenna flokk. Telja þeir, að embættismenn eigi
fremur samleið með þeim mönnum, sem lifa af launum
fyrir vinnu sína, enda fylgja margir hinna yngri em-
bættismanna jafnaðarmönnum að málum. ]ónas Jónsson
frá Hriflu hefir í grein í Tímanum skýrt aðstöðu em-
bættismannanna: Þeir voru um langt skeið forystumenn í
landsmálum og jafnframt einskonar andlegur aðall þjóð-
arinnar. Af þeim ástæðum voru þeir sjálfkjörnir önd-