Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 74
164 Þjóðmálastefnur. IÐUNN vegishöldar í samkvæmislífi landsmanna og hverskonar mannfagnaði, og það enn fremur fyrir þá sök, að þeir höfðu fjárhagslega yfirburði umfram aðra landsmenn. — En um leið og atvinnubyltingin hélt innreið sína í landið, urðu þau umskifti, að fésýslumennirnir tóku við forystu í samkvæmislífinu. Þar sem áður réðu einkum andlegir yfirburðir, ráða nú fjármunir. Og þar sem embættismönn- unum mun mörgum nauðugt að afsala sér fyrri virð- ingaraðstöðu, reyna þeir margir að blása anda í nasir gullkálfinum. Þar að auki eru margir þeirra fjárhagslega bundnir fésýslumönnum, annaðhvort vegna skulda, ellegar að þeir hafa lagt sparifé sitt í fyrirtæki þeirra. Flokkur sameignarmanna, Jafnaðarmannaflokkurinn, er gersamlega andstæður samkepnismönnum og reisir stjórn- málabaráttu sína og kröfur á gagnstæðum rökum. Harð- vítugir andspyrnumenn auðvaldsins segja: Svonefnt ein- staklingsframtak hefir, gegnum ofbeldisskipulag sam- kepninnar, gert mikinn þorra af vinnandi lýð heimsins að atvinnuþrælum. Undirstéttir þjóðlandanna hafa sveizt blóðinu við að bera uppi óhófslíf ístrumaga, vínsvelgja og skartkvenna, en borið sjálfar úr býtum skorinn skamt öreigans. Fyrir því hafa þessar stéttir löngum verið of- urseldar þjáningum og menningarleysi örbirgðarinnar. Þeir segja enn fremur: Kenning auðvaldssinna um bless- un framtaks og yfirburða einstaklingsins er blekking. Ranglæti í allri skipun mannanna um atvinnu og auð- æfaskifti hefir haldið miklum þorra manna í sorpi niðri. Aðstöðumismunur hefir oftlega valdið því, að miðlungs- menn um vitsmuni og hæfileika hafa borist í efstu þrep, meðan bjartra og bráðgerfustu hæfileika gætti ekki undir fargi auðkúgunarinnar. Þannig hefir mikill hluti af andlegri og siðgæðislegri orku mannanna farist og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.