Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 80
ÍÐUNNI Guðmundur gamli. Oft hefi eg hugsað um hann. í barnsminningum mín- um stendur hann svo Ijóst fyrir hugskotsaugum mínum. — Eg sé hann núna svo glögt í svörtu vaðmálsfötunum sínum og með barðastóra hattinn svarta. Fötin hnept upp í háls með stórum, kúptum, mósvörtum hnöppum. Hann er hár og digur. Andlitið stórt; breitt, hátt enni og nokkr- ar djúpar hrukkur í. Nefið stórt og blátt að framan eins og væri það lítið eitt bólgið. Augun módökk, snör, en augnaráðið þó óhikað. Kinnarnar sléttar með svörtum skegghýung á. Hárið svart og fellur á herðar niður. Hendurnar stórar, lítið eitt kreptar, með stórum þrútn- um æðum á handarbakinu. Fæturnir stórir og á þeim eru djúpir leðurskór og hvítir eltiskinnsþvengir sívafðir yfir ristina. — Endurminningarnar flytja mig aftur í tímann og rifja upp löngu Iiðið atvik. — Eg sé hann, þar sem hann situr á rúminu heima — einu baðstofurúminu — rær út á hliðarnar og raular sí- felt sama vísupartinn. Eg stend fyrir framan hann, — svolítill telpuangi á’ bláum kjól. En mig langar til að heyra vísuhendingarnar betur, færi mig því nær. Eg er dálítið niðurlút, því að eg skammast mín fyrir forvitnina; eg býst við, að hann taki ekki eftir mér, ef eg horfi niður á gólfið. ]ú, orða- skilin heyrast, þó er málrómurinn dimmur og óskýr: „Þú ert best at öllum Sigga litla mín“. Þetta er margtekið upp, aftur og aftur. Hver var þessi; Sigga litla? Og hversvegna kvað hann alt af þaðsama? Nú var forvitni minni nóg boðið. Eg hleyp til ömmu. minnar, — því að blessunin hún amma mín veit alt —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.