Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 82
;172
Guðmundur gamli.
IÐUNN
Nú talar hann orðið lítið við fólk, gefur sig mest að
skepnum, enda þekkir hann nú orðið hverja skepnu og
hvert mark í sveitinni og vill alt af greiða fyrir öllum.
Hér þagnaði amma mín, hún sneri prjónunum snögt í
hendi sér og kastaði höfðinu lítið eitt aftur, eins og hún
var vön að gera, þegar hún var í dálítilli geðshræringu.
Eg stökk ofan úr fanginu á henni, því að nú þurfti eg
endilega að finna Guðmund, áður en hann færi; mig
langaði svo mikið til að sjá hann. Þegar eg kom fram í
baðstofuna, var hann farinn; fólkið sagði hann nýfarinn.
Eg þaut út og ætlaði að ná í hann, því að eg varð að
finna hann. Daginn áður hafði verið stórhríð, en nú frost
og töluverð gola. Eg þaut suður fyrir bæinn, því að eg
sá að hann var að fara upp »Húsahólinn«. Við syðri
bæjarvegginn var stór skafl, sem náði yfir sundið milli
bæjarins og smiðjunnar; eg hljóp út í hann, en varð fljótt
>föst í honum, og skælandi varð eg að hverfa aftur inn
ií bæinn.
— — Síðan eru liðin 14 ár. Guðmundur lifir enn.
'Hann er í eins fötum, ef til vill þeim sömu, og með svarta
hattinn barðastóra. Andlitið er það sama, en lítið eitt
ellilegra, hrukkurnar dýpri í enninu og augun dauflegri.
Sömu vísuhendingarnar raular hann enn þá, en Iíklega
þó enn lægra, því að til margra ára hefi eg ekki heyrt
nema orð og orð á stangli, þó að eg legði eyrun við.
Hann er tíður gestur heima. Kemur þá vanalega til að
greiða fyrir, láta pabba vita um einhverja skepnu, sem
hann eigi á þeim og þeim staðnum í óskilum. Alt af
sest hann á sama rúmið og rær.............
Sigrídur Björnsdóttir.
Aths. Mikið efni verður að bíða næsía heftis, þar á
meðal ritdómar.