Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 10

Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 10
66 Ásmundur GuÖmundsson: KirkjuritiS. leitar fundar við þann, sem hann treystir bezt til þess að veita sér liðsinni. Þannig liður dagurinn að kveldi. Þá hefst vakan eða aðalsamkoman fyrir flokkinn, ein eða fleiri eftir mannfjölda og salakynnum. Varðar mestu um liana, og hafa margir þátttakendur farið um mjög fögrum orðum. Frjáls og glaður heimilis- blær er yfir. Öllum er tekið af alúð. Engar ytri reglur né viðhafnarsiðir. Menn mega koma og fara, alveg eins og þeim sjálfum lízt. Þeir eru í vinahópi. Hver sem vill má taka til máls. Ræður hefjast um það, hvernig Krist- ur gjörbreyti lífi manna og hversu mikið þeir eigi hon- um að þakka. Hver af öðrum segir frá áhrifum hans á æfi sína blátt áfram og á þann veg, að allir geti skilið, sumir aðeins örfá orð, og er það oft áhrifamest. Æfi- sögur eru sagðar, sumar óendanlega dapurlegar, um heimili, sem hrynja í rústir, siðleysi og nautnalíf, eymd og ofdrykkju, öfund, hatur og illvilja, eigingirni í ótal myndum, svo að alt líf virðist fjara út hægt og hægt — sögur um týndan son og týnda dóttur, unz neyðar- ópið hrýzt fram: Ég ferst hér í hungri. En þegar komið er auga á Krist og að liann sýnir kærleika Guðs til hvers mannsbarns, þá vaknar löngunin: Ég vil taka mig upp og' fara til föður míns. Síðan er sagt frá breyting- unni, sem við það liefir orðið á æfinni, og nýju lífi far- sælu og frjálsu, þar sem reýnt er að bæta fyrir það, er brotið var áður, og Guði treyst alveg skilyrðislaust. Þetta eru þó ekki beinlínis skriftamál — þau eiga að fara fram undir fjögur augu — heldur er það þakkar- gjörð til Krists, og því flutt í heyranda hljóði, að von- ast er til, að þeir sem hlusta á, komi í anda auga á dýrð- armynd hans. Enginn getur að sönnu gefið öðrum sína reynslu, en það er unt að leiða aðra þangað, sem reynsl- una er að fá. Og dyrnar að heimi hennar opnast mörg- um á þessum samkomufundum. Eða orð, sem þar hafa verið sögð, eða áhrif þaðan geymast um hríð í djúpum sálnanna eins og fræ, unz þau skjóta frjóöngum og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.