Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 14
70 Ásm. Guðm.: Oxfordhreyfingin nýja. Kirkjuritið. sátta við óvini eða andstæðinga, biðja fyrirgefningar á kulda, kæruleysi og illvilja. Þetta er ekki unt nema með því að rísa gegn sjálfselsku og stærilæti. Slíkt á ekkert skylt við meinleysi, sem telur menn engan rétt eiga til að verja sjálfan sig né sæmd sína, heldur er fullkom- in óeigingirni i þvi fólgin, að menn afneiti gjörsamlega öllum síngjörnum fýsnum, sem i lijartanu búa, og heyi stríð við alt, sem af þeim rís, hugsanir, orð og verk. Hún er sigur á þeirri stefnu, sem félagslífið mótast af, sigur í baráttunni fyrir tilverunni, þar sem hver er sjálfum sér næstur og skarar eld að sinni köku. Hún er undur, Guði að þakka, og fellur eins og vorregn yfir þyrsta jörð. Hvar sem óeigingirnin fær að ráða, ummvndast lífið frá rótum og kærleikanum, æðstu siðg'æðishugsjóninni, er búið rúm. En gegn henni hrjóta mennirnir mest. Dómgirnin um aðra er höfuðsynd. Menn segja það um aðra, sem þeir vilja ekki segja við þá. Þeir gagn- rýna vægðarlaust framkomu annara og dæma það hart hjá þeim, sem þeir eru sekir uin sjálfir. Þeir eru likir Fariseunum, sem vildu fá Krist til að sakfella Iiórkon- una. Öfund, mikillæti, þröngsýni og vanstilling eyða kærleikanum í brjóstum þeirra. Það er gullvæga lífs- reglan, sem ein fær læknað þessi mein, ef leitast er við að fylgja henni heilum huga: „Alt sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Og kærleikshugsjónin er fullkomin bæði að eðli og upp- runa, því að hún er frá Guði komin og hann gefur máttinn til þess, að stefnt sé í áttina að henni. Þetta fernt, einlægni, hreinleiki, óeigingirni og kær- leiki, á þá að einkenna líf þeirra, sem gengið hafa Kristi á hönd. Það eru geislar frá sömu sól.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.