Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 15
Kirkjuritið. TAK SÆNG ÞÍNA OG GAKK. Tak sæng þína og gakk. Nú er sól í heiði og sumarið komið með dýrðarbrag. Hve leligi þráðum vér heiðan himin og hlýja blæinn, sem er í dag. Ó, drottinn, drottinn, hve þungt að þreyja í þjáning vorri svo langa nótt. Vér fundum líkamann fúna sundur, og fjara stöðugt hinn veika þrótt. Vér tókum margoft að mögla og lcvarta. Við myrkum spurnum vér þráðum svar. Vér gerðum uppreisn af öllum mætti, en æ því meiri vor læging var. Vér fundum örlaga ofur-þungann, sem engan frið eða mískunn gaf. — Vort líf er fis í þeim flugastraumi, sem flæðir stanzlaust í dauðans haf. Vér féllum loksins að fótum þinum; þá fóru að greiðast hin dökku ský. Þú fyrirgefning oss föllnum veittir. Vér fengum mátt til að ganga á ný. Jón Magnússon.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.