Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 18
74 Gisli Sveinsson: Kirkjuritið. kristið. Og livað eru menn að tala um „úrelt“? Eiga sálmarnir að vera fyrir guðníðinga eða kristindóms- fjendur? Eru þeir þá ekki allir úreltir? — Það er og hefir öllum verið vitanlegt, þeim er nokkurt skynhragð bera á þá liluti, að sálmar þeir, sem viðhafðir hafa verið í hinni íslenzku kirkju, eru mjög misjafnir að gæðum, en þegar jafnvel kirkjunnar menn eru að tala um, að end- urnýja þurfi þessa sálma o. s. frv., — ætlast þeir þá til, að einhverir verði fengnir til þess að setjast niður og semja, yrkja, sálma við „hæfi nútíðarmanna", sem þeir kalla, einskonar tízkusálma? Væri ekki rétt fyrir þessa menn að staldra ofurlítið við og átta sig á því, að guðs- orð er altaf nýtt, eldist aldrei, og að góður sálmakveð- skapur er hvorki handiðn né verksmiðju-framleiðsla, — andagift er nauðsynleg; en verður „andinn“ fram- kallaður, hvernig sem á stendur? Nú hefi ég fyrir satt — og ég skora á menn að koma og afsanna það, ef þeir þykjast geta — að í sálmabók vorri séu allir dýrmætustu sálmar íslenzkrar kristni (auk þess sem Passíusálmarnir geyma), margt andlegra úrvalsljóða, sem aðrar þjóðir mættu öfunda oss af. Enda er þetta safn, nýtt og gamalt, eftir vora mestu snillinga i þessari grein, sem seint verða of metnir, snill- inga, sem oft eru nefndir, eins og t. d. Valdimar Briem og Matthías Jochumsson, og skal það þó hér fram tekið, að V. Br. er vafalausl sá//naskáldið af Guðs náð næst Hallgrími Péturssyni; og ekki skal það heldur undan felt að tilfæra sérstaklega, meðal síðari tíma höfuð-sálma- skáldanna, Helga Ilálfdánarson, sem verðskuldar lof og aðdáun allra, sem uppbjrggingar vilja leita í þessari grein hinna andlegu mála; ekki sízt eru sálmaþýðingar hans sumar með hreinum afhrigðum. Er full ástæða til að láta þetta í ljósi vegna þess, að á síðustu tveim ára- tugum liafa nokkrir óvandaðir skriffinnar lostið upp hrópum og fundið það honum — og jafnvel hans ætt- mennum (!) — til foráttu, að skerfur hans í sálmabók-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.