Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 20

Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 20
76 Gísli Sveinsson: Kirkjuritið. ella): Hann gekk um götur Aþenuborgar með logandi ljósker í liendi um hábjartan dag, og kvað: „Ég er að leita að manni!“ (Diogenes lucerna interdiu accensa amhulabat dicens: Hominem qværo!). Þótt ég einnig leitaði með logandi ljósi, þá hefi ég eigi fundið þá dá- samlegu og yfirburðamiklu sálma, sem aðrir hafa lialdið (að sjálfsögðu), að til væru liér og lægju fyrir, en utan sálmabókarinnar. Hvar eru þeir, hvar kalla þeir svo knýjandi og háum rómi, að eigi verði undan komist? Það skal fúslega viðurkent, að út hafa komið eða á prenti sést liér og þar vel sæmileg andleg Ijóð, eftir ágætismenn og hagyrðinga, sumu hefir verið safnað í kver, sem notuð liafa verið við ýmsar athafnir og and- legar samkomur. Þar á meðal eru nokkrir vel nothæfir sálmar eða eigi síðri en sumt það, sem fyrir er í sálma- hók vorri. En fátt fram.úrskarandi, ef það er þá nokkuð. Og þegar svo er málið vaxið, er það er nánar atliug- að, hvaða ástæða er þá til hávaðans um nýjar sálmaút- gáfur? Ósjálfrátt kemur manni í hug orðtakið þýzka: Viel Geschrei und wenig Wolle. — Og þá er ég nú kominn að þeim tíðendum, er síðast liafa gerst í þessum málum hjá oss, útgáfu „sálma- hókarviðbætisins“ og fádæmum þeim, á eina og aðra lund, er af þvi tiltæki hafa leitt. Mál þetta liefst þannig, að Synodus og Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju (með allri virðingu skal á það minst) tóku þann kostinn, að láta sálmaútgáfu- óskir manna til sín taka, og eftir að valdir menn höfðu verið til þess fengnir að annast um „sálmavalið", leið ekki á löngu, að útgáfa þessi sæi dagsins ljós. Kver þetta heitir (eins og vikið var að): Viðbætir við sálma- hók til kirkju- og heimasöngs (1933); það tjáir sig út- komið á „forlag Prestsekknasjóðsins“, en prentað er það í Isafoldar])rensmiðju. Er sálmanúmerum framlialdið frá því, er síðast var í sálmabókinni, og eru þau frá 651—870 (að þeim meðtöldum). Um útgáfuna sá nefnd

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.