Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 24
80
Gisli Svednsson:
Kirkjuritið.
Þá skal vikið að því, seni var kæruefnið, eftir þeim
upplýsingum, sem ég liefi getað aflað mér.
1. Þessir höfundar núlifandi vóru eigi beðnir um leyl'i
til upptöku „sálma“ eftir þá: Einar Benediktsson
(einn sálm), Davíð Stefánsson (einn), Einar H.
Kvaran (einn), Jón Magnússon (einn), Ólína Andrés-
dóttir (einn), Valdimar Snævarr (sjö); auk þess
3 höfundar í Vesturheimi: Jakohína Johnson, Maria
G. Árnason og Sig. Jjúl. Jóhannesson (hvert með
einn sálm). Alls 15 sálmar af 220.
2. Af þessum virðasl hafa „kært“ aðeins 3, sem sé Davið
Stefánsson, Jón Magnússon og Ólína Andrésdóttir;
og ennfremur (vegna „breytinga") þau Jakoh J.
Srnári, Unnur B. Bjarklind, Kjartan Ólafsson, Stein-
gr. Matthíasson (vegna föður síns Mattli. Jochums-
sonar), Dagur Brynjólfsson (vegna Brynjólfs Jóns-
sonar), Ólína Þorsteinsdóttir (vegna Guðm. Guð-
mundssonar) og Ólafur Briem (vegna Vald. Briem).
Er þar næst rétt að athuga, livað kæruefnið var, nánar
liltekið, hjá liverjum um sig. Allir eru höfundarnir
nokkuð kunnir, svo að eigi þarf að greina deili á þeim.
Davíð Stefánsson er talinn hafa kært yfir breytingu
(í þessum eina sálmi, er hahn átti þar, nr. 857), að sett
var „höfuðskeljastað“ í stað „liausaskeljastað“. Ef til vill
mælti segja, að þessu heiti á Golgata hefði átt að
hreyta í höfuðbeinastað eða höfuðkúpustað, sem mun
enn réttara(?) á íslenzku, en það læt ég ligg'ja á milli
liluta. Hausaskeljastaður er gamla þýðingin, sem alveg
liggur í augum uppi, að mönnum þykir óviðkunnan-
legt orðfar í nútíðar-sálmamáli; var því sett höfuð fyrir
liaus, eins og alment tíðkast. Þótl gera megi ráð fyrir, að
smekkur skáldsins sé með því að nota „haus“, í þessari
samsetning, þá er síður en svo, að nokkur skynsamleg á-
stæða hafi verið til hannfæringar út af þessari breytingu,
með því og, að orðið breytt fellur að öðru leyti eins vel
fyrir ljóð og lag (sbr. endi 1. versins: „Nú hallar helgum