Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 26

Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 26
82 Gísli Sveinsson: Kirkjuritið. „umsteypta“ erindi hljóðar svo (jólasálmur): „í dag vér hátíð höldum í helgri gleði og þökk, og himnaföður prísa vor hjörtu harnsleg klökk. Vér fögnum vorum meistara, mannsins blíða syni, livert minsta barn sem gjörði um eilífð sér að vini“. Til samanburðar annað erindi úr sálminum (4.), sem ekki liefir verið breytt: „Ó mahnleg sál! þú mæðist og leitar langt um skaml, þín lausn er friður hjartans, ei lieljar aflið ramt. Hann skildi frið sinn eftir, að allir mætti finna, um eilífð ró og blessun og stríði jarðar linna“. Menn geta dæmt á milli. Ólína Andrésdóttir, sem og átti einn sálm (nr. 725), kærir vegna breytinga, mjög óverulegra: í 3. versi er „hugarstyrkur“ breytt í „andans styrkur“, sem fer bet- ur vegna rímsins; i 5. v. „Hann vegur eins hinn vesæla’ og hinn smáa“ fyrir „H. v. e. hinn vesæla og smáa“, og er hvorttveggja þannig til bóta, þótt lítið sé. — „Breyt- ingarnar" eru þvi fráleitt kæruatriði. Jón Magnússon var meðal kærendanna, en nefndin telur, að engu liafi verið hreytt i þeim sálmi, er hann á í bólcinni, og muni hann því ekki vera þar „sjálfs sín vegna“, heldur annara! En væntanlega hefir hann talið sálminn leyfislaust inn kominn. Þá er Kjartan Ólafsson, sem á einn sálm (nr. 719); var þar töluverðu breytt, en ótvírætt til bóta, og gerði það þessi 3 vers tælc í bókina, svo að nú fer vel á þeim. Sem dæmi skal tekið, að 3. erindið var lijá honum (byrj- unin): „Kristur lifir, Guðs son góður, geislum signir vora leið. Guð og andi elsku hljóður (?), athvarf vort í lifi’ og deyð“, en breytist á þessa lund: „Kristur lifir, Guðs son græðir, geislum signir vora leið, kærleiksandann i oss glæðir, athvarf hezt í lífi’ og deyð“. (Ein prentvilla er þar: Sál fyrir sól, 2. er.). — Kjartan Ól. liefði mátt vel við una, eins og sést á þessu, því að sumt, sem var gall- að, er nú gott orðið (og hefir lögunin þó ekki alveg tek- ist, sbr. í 2. er.: „Kristur .... veikan vefur (?)“). —

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.