Kirkjuritið - 01.02.1935, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.02.1935, Blaðsíða 30
KirkjuritiS. SÉRA GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON FRÁ GUFUDAL. í byrjun þessa árs, 2. janúar, andaðist séra Guðmund- ur. Kom liann fyrir nokkru sjúkur hingað til bæjarins, og dró sjúkdómurinn liann til dauða. Séra Guðmundur varð 75 ára, fæddur 7. júlí 1859 á Litlu-Giljá í Vatnsdal, og voru foreldrar hans Guðmund- ur Eiríksson og Kristjana Jónsdóttir i Meðalheimi, Ein- arssonar. Fróðleiksþrá benti honum á mentabrautina. En erfið- leikar voru margir á vegi lians og leit svo út, sem hon- nm ætti ekki að auðnast að fá að ganga þá braut. Það lókst samt, því að bjá honum átti heima greind og þekk- ing ásamt hugrekki. Stúdent varð hann með hárri 1. eink. vorið 1887, og kandídat í guðfræði 1889 með 1. eink. — Á því ári vígðist hann til prestsþjónustu, og kvæntist hinni ágæt- ustu konu, Rebekku Jónsdóttur alþingismanns á Gaut- löndum, Sigurðssonar. Lifir hún mann sinn. Voru þau í hjúskap rúm 45 ár. Prestur var séra Guðmundur í 16 ár, vígðist liann til Gufudals, og gegndi preststarfi með trúmensku, var hann maður hispurslaus, kjarkmikill og viðkvæmur um leið. Séra Guðmundur fékk lausn frá embætti 1905, og fluttist þá til Isafjarðar, og dvaldi þar upp frá því, sí- starfandi áhugamaður. Ég kyntist honum á ísafirði og minnist ávalt hins einarða manns, er óhræddur lýsti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.