Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 34

Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 34
90 S. G.: Gjöf til Saurbæjarkirkju. Kirkjuritiö. víðar og festast í hugum litlu barnanna, við móðurskaut og föðurhönd, en hinum fullorðnu til skilnings, hugg- unar og uppörfunar. Guð gefi, að Hallgrímskirkja verði okkar allra helg- asta musteri, útsendandi geisla trúarstvrks og kærleika, og að allir fengju sig laugaða í heilagri kyrð hennar og staðarins í kring“. — — Fyrir þessa fallegu gjöf og orðin, sem fylgdu henni, vill undirritaður þakka fyrir hönd sjálfs sín og Saurbæj- arsafnaðar. Þau eru enn ein óræk sönnun fyrir því, hve rik ítök Hallgrímur Pétursson á í hugum fólks á vor- um timum. S. G. ÞUNGAMIÐJA KRISTNINNAR. Einu hinu ágætasta riti um kristindómsmálefni vestan við haf, The Christian Century (Chicago), farast þannig orð um þetta efni: „I kristninni hefir smám saman verið að verða stefnu- breyting og þungamiðjan að færast til frá vettvangi hins innra sálarlífs til hinna ytri viðfangsefna: guðsríkisins. Það er á þess- um breiða grunni, sem kristni framtíðarinnar mun verða grund- völluð, og henni mun vaxa þróttur við það, að fá skýr og ákveð- in verkefni að leysa. Jafnframt mun að fullu hverfa úr sögunni sú grunnfærna og barnalega tvihyggja, sem ímyndar sér, að Quð hirði ekki nema lítt um gang miskunnarlausra náttúruafl- anna og blandi sér ekki nema einstölcu sinnum inn i rás sög- unnar. Því að oss mun lærast að skilja, að í hinum óendanlega vef orsaka og afleiðinga, þar sem líf vor eru starfandi þættir — í sjálfri verðandi sköpunarinnar, er lifandi Guð að verki. Og vér munum syngja nýjan söng: „Drottinn lífsins, vér þökkum þér, að heimurinn er enn ekki að fullu skapaður“. Með þvi að færa þungamiðju kristindómsins inn i guðsrikis- kenninguna, má búast við, að hið innra líf sálarinnar uppskeri einnig blessun af að fást við heilbrigð og giftusamleg málefni. En hins má þá líka vænta, að starfsemi kirkjunnar verði að taka gagngerðum breytingum jafn óðum og þungamiðjan flyzt til á þennan hátt. B. K.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.