Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 37

Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 37
Kirkjuritið. Sálmabókarmáli'ð: 125 UIn þeim, sem hr. Gísli tilfærir. Þar stendur:„Sá er mestur, sá er beztur“ i staðinn fyrir: „Sá er mestur, sem er beztur“. Ég l®t þetta sýnishorn nægja, því að of langt mál yrði, að telja UPP ailar breytingarnar, enda er það með öllu óþarft, þar sem Þeba „sálmabókarmál" er fyrir löngu útkljáð. Ólafur fíriem. ANDSVAR. Jón skáld Magnússon hefir farið á stúfana til þess að afsaka arásir þær, sem „sálmabókar-viðbætirinn" varð fyrir, og hygst 3ð mótmæla grein minni í síðasta Kirkjuriti. Hann „mátti ekki vera að því“ að htusta á mig, er ég flutti erindi um málið i þyrjun þessa vetrar, en á eftir sagði hann mér, að hann hefði ekki verið með í kærendahópnum vegna sjálfs sín (hann hafði l)ur undan engu að kvarta), hetdur vegna séra Jóns sál. Þor- lúkssonar á Bægisá! Veit nú víst enginn til þess nema hann, að honum hafi verið falið þetta sjerstaklega, né heldur mun hann vera þar réttur aðili að lögum. Svo að kæran var mark- l^us. En áhuginn var svo mikill, að ekkert stóðst fyrir, enda hefir hann ekki komist hjá því að hlaupa á sig i sleggju- dómum um mig og aðra, eins og lesendur geta sjálfir gengið Ur skugga um. Ritstj. Kr. hafa gefið mér kost á að hnýta fáum orðum við þessar aths. J. M., en ég tel mér algert nægja að taka það fram, að heimildir hafði ég að frásögn minni, auk þess, sem fgrirfinsl °Pið ölliunt, sem vilja rannsaka þetta, frá sjálfri sálmabókar- nefndinni, eða þeim nefndarmönnum, er til náðist, og var þar engu brjálað. Hygg ég, að ekkert af því hafi verið hrakið, en um hitt tjóar ekki að fást, þótt menn hafi ólíkar skoðanir á þessum kveðskap (eins og reyndar kveðskap yfirleitt) eða á hinum margumtöluðu „breytingum" nefndarinnar. Það lítur út fyrir, að J. M. telji sjálfan sig bærastan að dæma um þessa hluti, og rná hann eiga það álit sitt fyrir mér. Ég hefi ekki leynt þvi, að ég tel athugasemdir flestra kærendanna tóman hégóma- skap, og hefir ekkert komið fram, er hnekki því. Mega svo aðrir leggja sína dóma á alt þetta mál, en vitaskuld helzt ekki fyr en þeir hafa kynt sér það. Um linur Ólafs Briems er ekkert að segja. Ég tel heldur ekki um neinar „afbakanir“ að ræða hjá nefndinni á sálmum afa hans. G. Sv.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.