Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 4

Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 4
202 Björn Magnússon: Kirkjuritið. síður þörf. Jafnframt því, að geta átt atlivarf til einhvers þess afls, sem öllu er máttugra, og einhverja þá hug- sjón, sem knýr vilja mannsins til dáða, leitar hugur lians eftir því, að geta gerl sér grein tilverunnar, skýrt uppruna liennar og tilgang, karínað liinztu rök lífsins. Sú ein trú getur fullnægt þörfum heilbrigðs mannsanda, sem nær jafnt til allra þátta sálarlífs hans: Vitundar, tilfinningar og' vilja. Það vantar nú að vísu elcki, að menn geri sér far um að skilja tilveruna eftir öðrum leiðum en leiðum trúar- liragðanna, og sumum mun finnast, að hvergi sé þeirra síður þörf en á sviði þekkingarleitarinnar. Þó er sá dóm- ur ekki bygður á djúptækum forsendum. Bæði er það, að þeir, sem reynst liafa hrautryðjendur i þekkingarleit manna, hafa flestir eða allir verið liugsjónamenn, sem liafa getað eygl lengra en til þess hversdagslega veru- leika, sem fram að því var kunnur — þeir hafa m. ö. o. trúað á tilveru utan hins þekta skynheims —, og þannig liafa þeir allir verið í ætt við hrautryðjendur á sviði trúarbragðanna, sjáendur og vitranamenn; og svo er hitt, að enda þótt hinir vísindalegu rannsakendur, sem opnuðu nýjan skilning á mörgum sviðum dauðs og lif- andi efnis á næstliðinni öld, liafi litið svo til, sem öll rök lilverunnar yrðu mæld og vegin og hvaðeina félli inn i vélgeng lögmál efnisvísindanna, þá er nú svo komið, að allir þeir, sem lengst eru komnir í þeim fræðum og' skarpskygnastir eru taldir á rök náttúrunnar, játa nú vanmátt efnisvísindanna til að leysa allar gátur tilver- unnar, og merkir heimspekingar, sem lagt hafa til grundvallar rannsóknum sínum nýjustu niðurstöður efnisvísindanna, hafa lýst yfir þvi, að heimurinn verði ekki skýrður né skilinn nema að baki honum standi hugs- andi, voldugur, skapandi andi: Guð. Jafnvel eðlisfræðing- ar eins og Jeans, sem nú er tahnn manna fróðastur um byggingu heimsins, segir, að heimurinn sé mildu líkari voldugri hugsun en voldugri vél. Þeir, sem halda enn

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.