Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 9

Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 9
Kirkjuritið. Af öllu lijarta. 207 guðselsku. Þekkingin á þeim, sem sjálfur er góður og kærleiksríkur, vekur elsku vora. „Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði“ (1. Jóh. 4, 19). Maður getur ekki elskað þann, sem hann þekkir ekki. En af elskunni leiðir aftur traustið, trúna. Þannig er þekking- ingin grundvöllur elskunnar og trúarinnar; og afspring- ur liennar er einnig elska og miskunnsemi til mannanna, því að, eins og bent var á, lilýtur hún óhjákvæmilega að leiða af sannri guðselsku. Þetta liafa hinir fornu sjáend- ur skynjað, eins og sjá má af þessum dæmum: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn ilt fremja eða skaða gjöra, því að öll jörðin er full af þekkingu á Jalive, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið“ (Jes. 11, 9.), og: „Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rila það i hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum né einn hróðirinn öðrum og segja: Lærið að þekkja Jahve! Þvi að þeir munu allir þekkja nrig, bæði smáir og stór- ir — segir Jahve — því að ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra, og ekki framar minnast synda þeirra (Jer. 81, 33n). Björn Magnússon.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.