Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 14
212
Þorgrímur Sigurðsson:
Kirkjuritið.
liún getur auk þess sjálf skajjað sér ýms önnur starfs-
form, sem látin eru óátalin, þótt ekki séu þau studd af
ríkinu. Og sú var líka tíðin, að hinn þrefaldi starfsvett-
vangur þjóðkirkjunnar gat fullnægt henni og fært henni
tækifæri til þess að ná til hvers einasta manns. Þá
var uppfræðsla barna að miklu leyti í höndum presta
og kristinfræði sú eina námsgrein, sem nokkurs
var krafist í. Ég vil engan veginn halda því fram, að
æskilegt væri að hverfa aftur að þvi fyrirkomulagi, en
aðeins benda á, að þá var nægur tími og óþreytt náms-
geta til þess að gera kristnum fræðum þau skil, sem
þau eru verð. Þá voru guðsþjónusturnar nálega þeir
einu mannfundir, sem um var að ræða, og því ekki að
óttast messuföllin, sem nú eru svo mjög notuð sem
vopn gegn kirkjunni. Tið messusókn og margir kirkju-
gestir voru þá trygging þess, að boðskapur kristindómsins
hærist öllum til eyrna. Og loks voru prestköllin þá ekki
stærri en svo, að um náin kynni milli prests og safn-
aðar gat verið að ræða, og fullkomið trúnaðarsamhand
myndast þar á milli. Mun það ekki hvað sízl hafa ver-
ið kristnilífi þjóðarinnar ómetanleg hlessun.
Nú er viðhorfið um þetta þrent orðið alt annað.
Barnaskólarnir hafa tekið að sér kristindómsfræðsl-
una að hálfu leyti eða jafnvel meira. Ber það sízt að
lasta, þar sem völ er á vel hæfum kristinfræðikennur-
um. Fer vel á því, þar sem prestur og kennari starfa í
sama anda. Er slík samvinna þá vænleg til góðs árang-
urs. Getur hún varnað því, að börnin fái þá hugmynd
um kristin fræði, að þau sé einhver kredda, sem prest-
arnir einir séu að burðast með, en sé annars óviðkom-
andi almennu námi. En því miður á það sér stað í barna-
skólum sumstaðar í þessu landi, að smeygt sé inn hjá
börnunum efa um réttmæti kristinnar fræðslu og vak-
in hjá þeim andúð gegn henni. Auk þess er námstími
skólanna svo ásetinn, að hvergi nærri gefst tækifæri
til að kenna kristindóm sem skyldi. Þar við bætist, að